Saga - 2002, Page 138
136
KJARTAN EMIL SIGURÐSSON
um almenna bankavexti, sem verkalýðsfulltrúamir vildu að lækk-
uðu, og fjármögnun húsnæðislánakerfis, en altént mun samt hafa
gengið best í húsnæðisnefndinni.58 Styrmi Gunnarssyni segist
svo frá um lyktir málsins og vitnar sú frásögn um áhrif Finnboga
Rúts Valdimarssonar, tengdaföður hans og bróður Hannibals, á
gang þess:
Dag einn þetta vor bað [Finnbogi] Rútur mig um að tala við sig.
Hann lýsti sínum sjónarmiðum í sambandi við kjarasamning-
ana og tók síðan upp úr vasa sínum bréfsnepil og las upp fyrir
mig hugmynd að lausn þessarar kjaradeilu, sem byggðist á því,
að ríkið beitti sér fyrir byggingu 1000 íbúða fyrir láglaunafólk,
sem það ætti kost á að kaupa með sérstaklega hagkvæmum
kjörum. Bað mig síðan fara til Bjama Benediktssonar ... og
kanna viðhorf hans til þess að leysa kjaradeiluna með þessum
hætti.59
Þess má geta, að á svipaðan hátt lýsir Guðmundur J. atburða-
rásinni, enda var hann í „sunnudagaskóla" hjá Finnboga Rúti.60
Guðmundur J. fjallar um það, að Bjami Benediktsson, forsætisráð-
herra, hafi svarað málaleitan Finnboga Rúts daginn eftir að hann
fékk bréfmiðann í hendur. Skilaboðin frá Bjama hafi verið skýr og
staðfest að þetta væri hægt.61
Styrmir Gunnarsson bætir því við í frásögn sirtni, að um félags-
legar íbúðabyggingar í Breiðholti hafi verið ágreiningur. Sjálfur
hafi forsætisráðherrann tekið vel á móti sér og bréfmiðanum góða
frá Finnboga Rúti. Bjarni Benediktsson hafi því gripið strax á lofti
hugmyndir málkunningja síns. Hins vegar hafi ýmsir embættis-
menn haft efasemdir um þá lausn, sem síðan varð.62 Það ber að
undirstrika, að frásögn Guðmundar J. og Styrmis af rás atburða er
samhljóða og vafalaust rétt. Jafnframt er líklegt, að einstakir
stjórnmálamenn, embættismenn og verkalýðsleiðtogar hafi, vorið
1965, leitt hugann að svipaðri lausn og raun varð á, allt frá gerð
58 Ómar Valdimarsson, Guðmundur J. Guðmundsson - Baráttusaga, bls. 55-56.
59 Minningargrein um Finnboga Rút Valdimarsson eftir tengdason hans
Styrmi Gunnarsson, Morgunblaðið 29. marz 1989, bls. 22-23.
60 „Sunnudagaskóli" var þegar Guðmundur J. hitti Finnboga Rút að máli á
Marbakka á sunnudagsmorgnum. Sjá Ómar Valdimarsson, Jakinn. í blíðu
og stríðu, bls. 188.
61 Ómar Valdimarsson, Guðmundur ]. Guðmundsson - Baráttusaga, bls. 56-57.
62 Morgunblaðið 29. marz 1989, bls. 22.