Saga - 2002, Page 140
138
KJARTAN EMIL SIGURÐSSON
Því er nokkuð ljóst að hér var um náið samspil áhrifamikilla ein-
staklinga að ræða. Það er í raun og sanni ekki minna um vert en
allt það síðara starf og marglofaða, sem áðurnefndur Guðmundur
J. Guðmundsson lagði fram, og þá einkum við framkvæmdahluta
málsins.67
Hér skal því fullyrt að hugmyndir þessar og fleiri voru upphaf-
lega settar fram af Finnboga Rúti, en vera má, að ýmsir fleiri hafi
hugsað á svipuðum nótum og hann.
Viðbrögð við kjarasamningum árin 1964 og 1965
Þann 10. júlí 1965 birtist í Morgunblaðinu forystugrein um kjara-
málin er nefndist „Samningamir". Vinnufriður hafði staðið frá
gildistöku júnísamningsins árið áður. Þannig hafði hann í raun
„tryggt vinnufrið" lengur en áður þekktist, segir blaðið. Það fjall-
aði einnig um hinn nýgerða júlísamning:
Samningagerð þessi sýnir svo ekki verður um villzt, að verka-
lýðshreyfingin hefur nú markað nýja stefnu í kjarabaráttu sinni.
Hún hefur skilið, að hinar miklu kauphækkanir undanfarinna
ára hafa einungis leitt til aukinnar verðbólgu, og þess vegna hef-
ur hún farið inn á þær brautir að ná fram raunhæfum kjarabót-
um félagsmönnum sínum til handa.
Að loknum þessum samningum eru horfur í efnahags- og at-
vinnumálum okkar íslendinga óneitanlega góðar. Atvinna er
mikil í landinu, lífskjör manna góð, gengi krónunnar er tryggt,
við eigum töluverða gjaldeyrisvarasjóði og tekizt hefur síðasta
árið, að halda verðbólgunni mun meir í skefjum en áður.
Síðan segir í forystugreininni:
Núverandi ríkisstjórn hefur tekizt það, sem flestum öðrum rík-
isstjórnum á undan henni hefur mistekizt, að ná friði á vinnu-
markaðinum í landinu, skapa aukið jafnvægi í efnahagsmálum
og blómlegt og þróttmikið atvinnulíf. Þeim málalokum, sem nú
hafa fengizt, hljóta allir að fagna, og þau eru þeim aðilum, sem að
þeim hafa staðið, forustumönnum verkalýðshreyfingarinnar og
einnig ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar mikill sæmdarauki.68
67 Sjá minningargrein eftir Halldór G. Bjömsson um Guðmund J. Guðmunds-
son í Morgunblaðinu 22. júní 1997, bls. 32.
68 Morgunblaðið 10. júli 1965. Síðari forystugreinin í sama blaði hét „Úrbætur
í húsnæðismálum láglaunafólks".