Saga - 2002, Blaðsíða 142
140
KJARTAN EMIL SIGURÐSSON
Fátækar fjölskyldar bjuggu margar í slæmu og jafnvel heilsu-
spillandi húsnæði og áttu oft fullt í fangi með að framfleyta sér. Á
móti kom þó, að ekki skorti atvinnu á þessum tíma; en síðar á ára-
tugnum fór verulega að sverfa að, einkum árin 1967-68. Þá voru
framkvæmdir töluverðar, trúnaðartraust hafði myndast milli ein-
stakra ráðherra og verkalýðsforystunnar og hægt og bítandi bötn-
uðu húsnæðismál almennings.
Svipuð viðhorf og Guðmundur J. Guðmundsson hélt fram
komu fram hjá félagsmálaráðherra, Eggerti G. Þorsteinssyni, síðar
á árinu. Eggert var múrari og formaður Múrarafélags Reykjavík-
ur um margra ára bil og því hafa þessi mál staðið honum nærri
hjarta. í ræðu á Alþingi um frumvarp til laga um Húsnæðismála-
stofnun sagði hann meðal annars:
Með kjarasamningum í júní 1964 má segja, að brotið hafi verið
blað í samskiptum launtaka og vinnuveitenda fyrir ýmiss konar
milligöngu ríkisstjómarinnar. Nú er það út af fyrir sig ekki nýtt
atriði, að til afskipta ríkisvaldsins komi í slíkum kjaradeilum.
Þvílík afskipti hafa átt sér stað að meira eða minna leyti hjá alla
vega samsettum ríkisstjómum á undanfömum ámm. Það, sem
var fyrst og fremst sérstakt við fyrrgreinda samningagerð og
endurtók sig aftur á síðastliðnu sumri var milliganga ríkisins
um félagslegar umbætur til lausnar þessum kjaradeilum. Hægt
er að vísu að benda á hliðstæða hluti fyrr við svipaðar aðstæð-
ur, eins og með tilkomu atvinnuleysistryggingasjóðs til lausnar
á langvinnri vinnudeilu árið 1955. Þrátt fyrir að finna megi ein-
stöku atriði hliðstæð til lausnar kjaradeilum áður, munu þeir,
sem bezt þekkja, á einu máli um, að við lausn deilunnar síðast
liðið sumar og árið 1964 hið svonefnda júnísamkomulag, þá hafi
hin félagslega hlið samkomulagsins aldrei verið víðtækari og
um leið áhrifameiri um niðurstöður samningsaðila.73
Eggert G. boðar að þær aðferðir við fjöldaframleiðslu, sem átti að
taka upp, yrðu fluttar út á land og þar hafin svipuð uppbygging á
íbúðarhúsnæði. En of mikil bjartsýni um hraða framkvæmdanna
væri varhugaverð. Svipað átak í Danmörku, nokkrum árum áður,
hafi sýnt, að fyrstu fimm ár hinna nýju byggingarhátta hafi ekki
sýnt neina verulega lækkun á byggingarkostnaði. Að þeim tíma
liðnum myndi hún hins vegar koma í ljós, með hverju árinu sem
73 Alþingistíðindi 1965 B, bls. 247.