Saga - 2002, Page 144
142
KJARTAN EMIL SIGURÐSSON
holti III), en framkvæmdunum lauk mestmegnis á árinu 1975, það
er eftir tíu ár í stað fimm ára, „enda hafði 973 íbúðum verið úthlut-
að í árslok [1975]."78 Þó dróst í fjögur ár að byggðar væru og af-
hentar síðustu 30 íbúðirnar, sem voru í parhúsum á vegum F.B.
Liðlega 1700 umsóknir frá félagsmönnum í verkalýðssamtökun-
um bárust um fyrstu 335 íbúðirnar. Venjulega bárust 4-6 umsókn-
ir um hverja íbúð, en best tókst til þegar einn af hverjum þremur
gátu fengið íbúð. Öllum var íbúðunum ráðstafað í reynd af sér-
stakri nefnd, sem skipuð var á vegum verkalýðshreyfingarinnar.79
Sem dæmi má nefna, að um 190 íbúðir komu í hlut félagsmanna í
Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, en tölur liggja annars ekki
fyrir um önnur stéttarfélög.80
Kaupendur íbúðanna áttu að greiða 20% kostnaðarverðs í fjór-
um jöfnum afborgunum fjögur fyrstu árin, fyrir og eftir formlega
viðtöku íbúðarinnar. En 80% af kostnaðarverðinu var í formi
íbúðaláns til 33ja ára, sem fylgdi hverri íbúð.81 Ef miðað er við við-
töku íbúðar á árinu 1975, sem var lok framkvæmda að stórum
hluta, lýkur afborgunum af íbúðum eftir ein sex ár að telja, það er
að segja árið 2008. Þess má geta, að Framkvæmdanefnd bygging-
aráætlimar lauk starfsemi sinni með því að byggja Menningar-
miðstöðina Gerðuberg og afhenda hana í smíðum, Reykjavíkur-
borg til eignar og afnota.82
Að sögn Ríkarðs Steinbergssonar, framkvæmdastjóra Húsnæð-
isnefndar Reykjavíkur, sem tók við af Stjórn verkamannabústaða í
Reykjavík, var hafist handa um endurskoðun á löggjöfinni um
verkamannabústaði á meðan á F.B.-framkvæmdunum stóð. Það
mun þó hafa gengið hægt fyrir sig.83 Líklega stafaði það af póli-
tískum og fjárhagslegum ástæðum. Fátt gerðist í málinu þar til
78 Lýður Bjömsson, Afmælisrit V.R., bls. 118.
79 í tillögunefndinni sátu: Sigfús Bjamason, Sjómannafélagi Reykjavíkur,
form. nefndarinnar, Magnús L. Sveinsson, frá Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur, Guðmundur. J. Guðmundsson, frá Vmf. Dagsbrún. - Guð-
mundur J. Guðmvmdsson, „Ef baráttu verkalýðshreyfingarinnar hefðiekki
notið við", bls. 6-9. - Viðtal við Sigurð E. Guðmundsson.
80 Lýður Bjömsson, Afmælisrit V.R., bls. 118.
81 Sama heimild, bls. 118.
82 Viðtal við Sigurð E. Guðmundsson.
83 Biðin eftir lögunum stóð f fimm ár og vom þau fyrst tilbúin til afgreiðslu
á árinu 1970.