Saga - 2002, Side 146
144
KJARTAN EMIL SIGURÐSSON
hverfinu, Fossvogi, þegar framkvæmdir hófust í Breiðholti, sem
skipulagsyfirvöld höfðu ekki gert ráð fyrir að yrði byggt fyrr en
mörgum árum síðar. Þetta kom því hart niður á þeim Fossvogs-
mönnum, og húsbyggjendum víðar í landinu, sem misstu bæði af
eftirsóttum byggingamönnum og fjármagni, sem þeir höfðu
reiknað með en kom ekki fyrr en löngu síðar. Það olli vafalaust
seinkun á þeirra framkvæmdum og sennilega verðhækkunum á
íbúðunum. Gegn F.B.-framkvæmdunum hamaðist dagblaðið Vís-
ir, sem hér hefur verið vitnað til, bæði í forystugreinum og frétta-
greinum. Ásakaði blaðið F.B. um bruðl, mistök og klúður.
Bygging F.B.-íbúðanna 1250 í Reykjavík, sem urðu raunar 1252
þegar yfir lauk, olli mjög mikilli óánægju úti á landi og var tals-
vert hitamál í kosningimum vorið 1970. Guðmundur J. lýsti því
áður að verkalýðsfélögin á Norður- og Austurlandi hafi flýtt sér
að semja vorið 1965. Verkalýðsfélögin í Reykjavík og Hafnarfirði
hefðu ekki fengið F.B.-framkvæmdirnar ef þau hefðu gert slíkt hið
sama. Annað mál er, að félagsmenn verkalýðsfélaganna í Hafnar-
firði fengu í reynd fáar eða engar íbúðir í sinn hlut og þessi þáttur
samningagerðarinnar færði þeim því ekkert. Samt hafði hug-
myndin verið sú, að færa F.B.-framkvæmdirnar út á landsbyggð-
ina, eins og kom fram hjá Jóni Þorsteinssyni, formanni F.B. í fyrri
kafla. Á Sauðárkróki var steyptur húsgrunnur og var hann eina
merki þessa. Stjórnarflokkarnir í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar,
sem komst til valda eftir kosningar árið 1971, höfðu lofað sams
konar áætlun fyrir landsbyggðina. Árið 1973 voru því sett lög um
byggingu 1000 leiguíbúða utan Reykjavíkur, sem lána skyldi til á
sömu kjörum. Á næstu árum var megnið af þeim reist. Utan
Reykjavíkur hófu verkamannabústaðastjórnir framkvæmdir af
fullum krafti, þegar eftir setningu laganna vorið 1970. Á meðan
hélt Stjóm verkamannabústaða í Reykjavík að sér höndum, líklega
bæði af pólitískum og fjárhagslegum ástæðum. Peningar og
mannafli fór að mestu til F.B.-framkvæmdanna, sem voru óbeint á
hennar vegum og verið var að ljúka, þrátt fyrir nýsett lög frá ár-
inu 1970.84
Af þeim 1003 íbúðum, sem byggðar voru handa efnalitlu fólki í
verkalýðsfélögunum, voru aðeins 148 eftir í eigu upphaflegra
84 Viðtal við Sigurð E. Guðmundsson.