Saga - 2002, Side 154
152
SVERRIR JAKOBSSON
staka áherslu á að gefa umhverfinu og áhrifum þess á samfélagið
gætur. I öðru lagi var svæðið sem var til skoðunar óbundið af
skipan þjóðríkja samtímans. Frá því rannsóknir í sagnfræði urðu
að vísindagrein sem kennd var í háskólum á 19. öld hafa þær að
mestu leyti farið fram innan ramma þjóðríkisins. Fátt hefur orðið
til að breyta þessu, eins og sjá má á því hvemig háskóladeildir í
sagnfræði víðast hvar í heiminum eru enn skipulagðar. Menn
skrifa yfirlitsrit í þjóðarsögu, en skoða heiminn sjaldnar út frá öðr-
um einingum, nema ef vera skyldi mannkyninu öllu. Þetta er vill-
andi í ritum um fyrri tíma, þegar aðrar einingar skiptu kannski
meira máli en þjóðin.
Braudel dó árið 1985, en rit hans um Miðjarðarhafið er enn lesið
og rúmum 50 ámm eftir að það birtist fyrst á prenti, er það öðmm
fræðimönnum hvatning til frekari rannsókna á svipuðum „svæð-
um" (régions) annars staðar í heiminum. Sem dæmi um það má
taka að í 1. tölublaði Annála árið 2001 ritar bandarískur fræðimað-
ur af kínverskum ættum, R. Bin Wong, grein sem ber yfirskriftina
„Braudel og Asía". Þar ræðir hann möguleika þess að rannsaka
sögu Asíu út frá öðmm útgangspunkti en þjóðríkinu, líkt og
Braudel fjallaði um Miðjarðarhafssvæðið á 16. öld. Kemst hann að
þeirri niðurstöðu að Gobieyðimörkin sé Miðjarðarhaf Austur-Asíu.1
Eyðimörk getur verið braudelskt svæði, ekki síður en innhaf.
Það sem höfðingjarnir hafast að, hinir halda þeim leyfist það. Ef
nálgun Braudels þykir erm góð og gild í sagnfræði meðal stór-
þjóða, gæti hún ekki einnig átt við í íslandssögu? Ekki verður sagt
að íslenskir sagnfræðingar hafi gefið samspili umhverfis og stjórn-
mála mikinn gaum, a.m.k. ekki nógu mikinn til að veita umhverf-
isþáttum þriðjungsvægi á við efnahagsmál og stjómmál.2 Þá hafa
rannsóknir í íslandssögu farið fram innan þess ramma, sem orðið
bendir til. Fræðimenn skrifa um sögu Islendinga, fremur en eyj-
arskeggja á Norður-Atlantshafi eða Amesinga. Velta má því fyrir
sér hvort ísland sé eina eðlilega viðfang sagnfræðirannsókna sem
1 Wong, „Entre monde et nation".
2 Þó eru undantekningar þar á, sbr. Helgi Þorláksson, „Efnamenn, vötn og
vindar" og Gísli Gunnarsson, „Fishermen and Sea Temperature". Kaflar
um jarðsögu og náttúrufar í yfirlitsritum á borð við Sögu íslands og íslensk-
an söguatlas eru af öðru tagi, eins konar ritgerðir í greinasafni sem tengjast
öðrum hlutum þess lítið sem ekkert.