Saga - 2002, Side 156
154
SVERRIR JAKOBSSON
keim af íslandssögu en hefðbundinni héraðssögu. Viðfangsefni
hennar er einkum persónusaga, eða „kappatal" Vestfjarða á til-
teknu tímabili.3
Rannsókn Braudels beindist upphaflega að ríkisstjórn Spánar á
stjórnarárum Filippusar II (1556-98) þar sem Miðjarðarhafið var
hið stóra samhengi sem stjórnmál, efnahagslíf og umhverfi þess-
ara ára féllu inn í. Myndaði Breiðafjörðurinn einhvern tíma slíkt
samhengi og þá hvenær? Hér verður gerð tilraun til að sýna fram
á að slíkt samhengi hafi verið til, að minnsta kosti um hríð. Þar
mun ég líta til Sturlungaaldar. Ófriðarskeið 13. aldar á íslandi hef-
ur iðulega gengið undir þessu nafni, enda þótt það sé naumast
réttnefni því að þar áttu miklu fleiri aðilar hlut að málum en Sturl-
ungar. Við Breiðafjörðinn voru ítök Sturlunga hins vegar mikil.
Þar ríkti sannarlega Sturlungaöld og það mun lengur en annars
staðar á landinu. Þar má segja að öldin hefjist um leið og saga
Sturlu Þórðarsonar í Hvammi, eða árið 1148, en síðan má fylgja
eftir sonum hans, Þórði, Sighvati og Snorra og afkomendum
þeirra. Þegar sonarsonur og alnafni Hvamm-Sturlu, Sturla sagna-
ritari, lést í Fagurey, 136 árum eftir að saga afa hans hófst, var ætt-
arstórveldið á enda. En þess á milli voru Sturlungar allt í öllu við
Breiðafjörðinn.
Hið „braudelska" viðfangsefni sem hér er til umræðu er því
Breiðafjörðurinn og hinn breiðfirski heimur á öld Sturlunga
(1148-1284).
Landslag og leiðir
Fyrsta bindið í hinu mikla ritverki Braudels fjallar um þátt um-
hverfisins (la part du mileu). Sú saga er „nánast kyrrstæð, saga
mannsins og viðskipta hans við umhverfi sitt, saga sem líður
hægt, breytist hægt, saga aðstæðna sem hverfa en koma sífellt aft-
ur, í bylgjum sem ganga yfir án afláts."4 Þessi saga vill oft gleym-
ast, þar sem sögusviðið er kynnt í upphafi rita en síðan aldrei
meir, „líkt og blómin komi ekki aftur að vori, líkt og hjarðimar
3 Arnór Sigurjónsson, Vestfirðingasaga, bls. 8-9, 496.
4 „une histoire quasi immobile, celle de l'homme dans ses rapports avec le
milieu qui l'entoure; une histoire lente á couler, á se transformer, faite sou-
vent de retours insistants, de cycles sans cesse recommencés." Braudel, La
Méditerranée I, bls. 16.