Saga - 2002, Síða 157
BRAUDELI BREIÐAFIRÐI?
155
hætti að flytja sig úr stað, líkt og skipin þurfi ekki að sigla á raun-
verulegu hafi, sem breytist með árstíðunum."5 Braudel ætlaði hins
vegar umhverfinu meiri hlut, hvorki meira né minna en fyrsta
þriðjung rannsóknar sinnar, sem var undirstaða þess sem á eftir
fylgdi.
Landslag hefur hins vegar aldrei verið hluti af sögu Sturlunga,
eins og hún hefur verið sögð af sagnfræðingum á síðari öldum. Þó
er þar margt sem kallar á skýringar. Breiðafjarðarveldi Sturlunga
hefur sérstöðu í hópi héraðsríkja. Ríki Asbirninga í Skagafirði,
Haukdæla í Arnesþingi og Oddaverja í Rangárþingi komu til sög-
unnar fyrr en urðu aldrei jafn víðlend. Itök þessara höfðingja-
ætta voru fyrst og fremst bundin við eitt þingumdæmi. Ríki Sturl-
unga þandist á hinn bóginn yfir mun stærra landsvæði á mun
skemmri tíma án þess að á þeim vexti væru nein sjáanleg endi-
mörk. Ekki hafa fengist viðunandi skýringar á þessu, hvers vegna
veldi Sturlunga var annars eðlis en veldi annarra höfðingja. En á
því má finna þrenns konar skýringar, umhveríislegar, efnahagsleg-
ar og pólitískar. Þar er fyrst að líta til landslags við Breiðafjörðinn.
Landshættir við Breiðafjörðinn einkennast af fjöllum, dölum og
eyjum. Samspil þeirra gefur umhverfinu sérstakan svip. Fjalllendi
er þar með mesta móti, miðað við aðra landshluta á Islandi. A
Snæfellsnesi gengur fjallgarður fram eftir endilöngu nesinu og í
Dalasýslu er mikið hálendi, sem stundum er kallað Klofningsfjall-
garðurinn. í Barðastrandarsýslu er varla nokkurt láglendi. Þetta
hefur sín áhrif á byggðamynstur, því að ekki er mikil byggð í fjöll-
unum. En þau skipta samt máh. Eftir gripastuld á Skarfsstöðum
haustið 1171 héldu Einar Þorgilsson og menn hans heim yfir Sæl-
ingsdalsheiði, en töfðust í sköflunum sem komnir voru í brekk-
urnar. Hvamm-Sturla og menn hans ná þeim og til bardaga kem-
ur. Þar „skipti um mannvirðing með þeim Sturlu ok Einari".6 Hér
hefur það áhrif á gang mála að það snjóar snemma í fjöllunum.
Við rætur hálendisins var strandbyggð, en einnig var það rofið
af nokkrum dölum, sem kallast Breiðafjarðardalir eða einfald-
5 „comme si les fleurs ne revenaient avec chaque printemps, comme si les
troupeaux s'arrétaient dans leur déplacements, comme si les navires
n'avaient pas á voguer sur une mer réelle, qui change avec les saisons."
Braudel, La Méditerranée I, bls. 16-17.
6 Sturlunga saga I, bls. 89-94