Saga - 2002, Page 159
BRAUDEL í BREIÐAFIRÐI?
157
skilji að byggðirnar sunnan og norðan á því. Ólafur bendir á að
fjallvegirnir sem liggja á milli þeirra „séu allir fremur stuttir, og
má því ætla, að jafnan hafi verið mikill samgangur milli byggð-
anna beggja megin fjallsins."9 Þórður Sturluson, elsti sonur
Hvamm-Sturlu, átti bú sitt hvorum megin við Snæfellsnesfjall-
garðinn, á Eyri (Hallbjamareyri) í Eyrarsveit og Stað í Staðarsveit.
Þaðan hefur verið lag að fara Vatnaheiði, enda höfum við spurnir
af Ólafi og Sturlu, sonum Þórðar, á þeirri leið árið 1228.10 Einnig
hefur þjóðvegurinn verið farinn norður Kerlingarskarð og til
Bjarnarhafnar, en þar situr Ólafur Þórðarson sumarið 1234.* 11
Breiðafjarðarsvæðið á sér að mestu leyti náttúruleg landamæri.
Allar leiðir þangað em fjallvegir nema ein. Hún liggur í gegnum
hreppana sem síðar mynduðu Hnappadalssýslu. Þá leið fór Bjöm
Hítdælakappi „til Saxahvols til Arnórs mágs síns að fiskakaup-
um" eftir því sem segir í Bjarnar sögu Hítdælakappa. Þar kemur
einnig fram að „[hjéraðsmenn eigu oft ferðir út á Snæfellsnes eft-
ir fiskiföngum eða öðru því er þar getur að kaupa."12 Meðal auð-
veldari fjallvega inn á Breiðafjarðarsvæðið eru Heydalur eða
Rauðamelsheiði frá Hnappadal yfir á Skógarströnd, Laxárdals-
heiði úr Breiðafjarðardölum yfir í Hrútafjörð og Steinadalsheiði
milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar. Einnig ber nokkuð á því að menn
hafi farið Sópandaskarð og Langavatnsdal yfir á Mýrar, eða Svín-
bjúgsdal yfir í Hítardal, svo að leið Sturlunga yfir í Borgarfjörðinn
hefur ekki verið ógreiðfær. A Vestfjörðum em fjallvegimir hærra
yfir sjávarmáli og torfærari og er freistandi að ætla að menn hafi
fremur farið sjóleiðina. Það þótti fáheyrt afrek hjá Vestfirðingum
árið 1263 er „þeir fluttu stórskip yfir þær heiðar, er varla þótti
lausum mönnum fært".13
Innan Breiðafjarðarsvæðisins eru samgöngur greiðari, ef farið er
með ströndinni. Það er þó seinfarið. Oft hefur verið hægara að
fara sjóleiðina. Nokkrar heimildir eru um skipaeign við Breiða-
fjörðinn á 13. öld. Skálholtsbiskup átti „tólfæring mikinn" árið
9 Ólafur Lárusson, Landnám á Snæfellsnesi, bls. 10.
10 Sturlunga saga I, bls. 320.
11 Sama heimild, bls. 377.
12 Borgfirðinga sögur, bls. 156.
13 Sturlunga saga II, bls. 229.