Saga - 2002, Blaðsíða 160
158
SVERRIR JAKOBSSON
1234.14 Annars virðast teinæringar vera þau skip sem höfðingjar
nýttu sér oftast. Árið 1229 fóru Þórður og Snorri Þorvaldssynir
suður „með tuttugta mann, - fóru fyrst á Svínanes ok þaðan á
skipum á Eyri til Þórðar".15 Má telja líklegt að þeir hafi farið á
tveimur teinæringum. Árið 1244, eftir Flóabardaga lét Þórður Sig-
hvatsson „þá fara heim it óknálegra liðit, en lét taka fjóra teinær-
inga ok lét flytja til Barðastrandar ok sté þar á skip með sex tigu
manna ok fór suðr um Breiðafjörð til Fagreyjar. Fann hann þar
Sturlu, frænda sinn."16 Þeir feðgar, Þórður Sturluson og synir
hans, eru greinilega í þjóðbraut skipa sem koma norðan frá Barða-
strönd. Þeir áttu enda greiðan aðgang að skipum. Árið 1234 send-
ir Þórður Þórð tiggja, son sinn „vestr yfir flóa með sveit sína, ok
hafði hann vestan alla teinæringa, þá er váru fyrir vestan Breiða-
fjörð" en sjálfur hefur Þórður „mörg skip ok stór suðr þar fyrir".17
Að Hallbjarnareyri var skip sem hét Langhúfur, sem flutti Guð-
mimd Hólabiskup til Bjamarhafnar 1231.18 Síðan fer biskup til
Helgafells og þaðan til Geirröðareyrar (Narfeyrar) og er trúlegt að
hann hafi farið sjóleiðina. Skipið Langhúfur virðist gjaman hafa
verið notað í styttri ferðir, t.a.m. réru Ólafur og Sturla Þórðarsyn-
ir með þrjá tigu manna milli Mela og Búðardals á Skarðsströnd
árið 1234.19 Árið 1236 fór Sturla á þessu skipi frá Eyri „ ok kómu í
Fagrey pálmasunnudag ok sátu þar til langafrjádags. Þá fell land-
nyrðingr." Sturla virðist hafa farið á þessu skipi alla leið til Vatns-
fjarðar. „Lét Órækja þá senda Langhúf, ok fór hann it vestra til
Æðeyjar."20 Árið 1241 siglir Órækja á Langhúf frá Þorskafjarðar-
þingi „ok fór vestr til Flateyjar ok þaðan í fjörðu vestr".21 Sögu
skipsins lýkur þegar Órækja Snorrason skilur það eftir í Salthólm-
um í Gilsfirði eftir víg Snorra Sturlusonar.22
Aron Hjörleifsson fór suður yfir Breiðafjörð frá Vaðli á Barða-
14 Sturlunga saga I, bls. 377-78.
15 Sturlutiga saga I, bls. 333.
16 Sturlunga saga II, bls. 67.
17 Sturlunga saga I, bls. 377-78.
18 Sama heimild, bls. 346.
19 Sama heimild, bls. 376.
20 Sama heimild, bls. 391.
21 Sama heimild, bls. 448.
22 Sama heimild, bls. 455.