Saga - 2002, Page 161
BRAUDEL í BREIÐAFIRÐI?
159
strönd, sem er á milli Haga og Brjánslækjar.23 Er trúlegt að skip
hafi oft lagt af stað yfir fjörðinn frá þeim slóðum. í Hrafns sögu
Sveinbjamarsonar kemur fram að Hrafn hafi átt skip á Barða-
strönd og það „höfðu allir þeir er þurfu yfir Breiðafjörð".24 Helgi
Þorláksson telur að Hrafn Sveinbjamarson hafi haldið uppi ferju-
samgöngum frá Vaðli yfir til Hallbjamareyrar, þar sem Þórður
Sturluson átti bú, eða til Geirröðareyrar á Skógarströnd með við-
komu í Flatey, en á Geirröðareyri bjó Guðrún Sveinbjamardóttir,
systir hans.25 Þegar Þórður Sighvatsson fer „vestr yfir Breiðafjörð
til Barðastrandar" árið 1242 greinir næst frá ferðum hans í Haga,
sem er skammt frá Vaðli.26 Þar hefur einnig verið hafskipahöfn,
því að þaðan fóru Guðný Böðvarsdóttir og Ari hinn sterki Þorgils-
son utan til Noregs 1186.27
Einnig má ætla að greitt hafi verið yfir Gilsfjörðinn frá Reykhól-
um (Reykjahólum) yfir á Skarðsströnd eða í Saurbæ. Árið 1234
fara Þórður Sturluson og Böðvar Þórðarson landleiðina „inn til
Dala ok svá til Saurbæjar með hálft annat hundrað manna. En ina
yngri sonu sína lét hann fara á skipum, Ólaf ok Sturlu, með sex
tigu manna. Fóm þeir á Hóla með liði sínu ok tóku þar upp bú allt
ok fóru síðan aftr til Saurbæjar ok finna þar föður sinn."28 Hér er
augljóslega farið á skipum milli Reykhóla og Saurbæjar. Ef marka
má Fóstbræðra sögu, sá bóndinn á Reykhólum um að veita mönn-
um flutning yfir Breiðafjörð.29
Þess em að vísu dæmi að menn hafi farið landleiðina hér á milli,
en þá líklega einkum til að villa um fyrir eftirreiðarmönnum. Árið
1222 þurfa systursynir Sturlunga, synir Jóns prests á Reykhólum,
að flýja Þorvald Vatnsfirðing og leita þá á náðir móðurfrænda
sinna. Ákveða þeir að skipta liði þegar „er þeir kómu yfir Þorska-
fjörð" og fara tveir þeirra „út á Hóla ok tóku þar skip ok fóm út í
Akreyjar" en hinir snúa til Króksfjarðar og þaðan til Saurbæjar.30 í
23 Sama heimild, bls. 306.
24 Hrafns saga Sveinbjarnarsonar, bls. 5.
25 Helgi Þorláksson, Gamlar götur og goðavald, bls. 73-75.
26 Sturlunga saga II, bls. 8.
27 Sturlunga saga I, bls. 231.
28 Sama heimild, bls. 376.
29 Vestfirðinga sögur, bls. 128.
30 Sturlunga saga I, bls. 297.