Saga - 2002, Page 162
160
SVERRIR JAKOBSSON
Akureyjum voru geymd skip árið 1243 og trúlega hafa þær verið
mikilvægur áningarstaður yfir Gilsfjörðinn.31
Þegar rætt er um landslag og leiðir á íslandi á Í3. öld má ekki
gleymast að menn bjuggu við þetta landslag og þurftu að fara
þessar leiðir. En frásagnir af því sem menn gerðu á leiðinni eru því
miður oft knappar. Margt í daglegum venjum marrna hefur þótt
svo sjálfsagt að það er ekki tíundað í sögum, sem einkum voru
helgaðar því sem var einstakt. Til dæmis hafa þeir sem fóru á skip-
um yfir Breiðafjörðinn væntanlega þurft að geta gengið að hestum
á áfangastað, svo að hægt væri að halda áfram landleiðina. Því
hefur skipt máli hverjir sátu á býlum beggja megin fjarðar. Sumar-
ið 1219 fer Eyjólfur Kársson úr Flatey suður til Geirröðareyrar, þar
sem mágkona hans Guðrún Sveinbjamardóttir býr „ok fekk sér
þar hesta". Síðan ríður hann suður um heiði (væntanlega Rauða-
melsheiði) og suður Mýrar og frelsar Guðmund biskup, en hann
var í haldi á Hvítárvöllum. Síðan er haldið til baka sömu leið í
einni lotu, og aftur komið við hjá Guðrúnu á Eyri.32
Ferðalög hafa ekki verið jafn létt og ætla mætti af knöppum frá-
sögnum af því að þegar menn „fóru" langar vegalengdir. Hér
sanna undantekningar regluna, ferð Eyjólfs Kárssonar með bisk-
up eða fáheyrt afrek Þórðar kakala á haustmánuðum 1242.
Þótti þat öllum mikil furða ok varla dæmi til finnast, at menn
hefði riðit inum sömum hestum í einni reið af Þingvelli ok til
Helgafells í svá miklum ófærðum sem þá váru. Þórðr reið
fimmtadag um hádegi af Þingvelli, en kom til Helgafells
föstunóttina, er stjama var í austri. Þóttust þá allir vita, at Þórð
myndi til nökkurra stórra hluta undan rekit hafa.33
Ekki gekk Sighvati föður hans jafn greitt að komast yfir Bröttu-
brekku sumarið 1233.
Þá er Sighvatr var í Reykjaholti, kom þar austfirzkr maðr ok
heimti fé at honum, en Sighvatr greiddi honum hest þann, er
hann hafði þannig riðit. En Sighvatr bað Valgarð Styrmisson ljá
sér hest í Dali vestr. Hann var þá ráðsmaðr fyrir búi í Reykja-
holti. Valgarðr léði honum hest bleikálóttan, bæði mikinn ok
sterkan ok járnaðan öllum fótum ok inn bezta fararskjóta. En er
31 Sturlunga saga II, bls. 30.
32 Sturlunga saga I, bls. 273.
33 Sturlunga saga II, bls. 24.