Saga - 2002, Page 163
BRAUDEL í BREIÐAFIRÐI?
161
Sighvatr kom vestr á Brattabrekku, var hestrinn þrotinn, svá at
hann mátti eigi standa. Sighvatr leit á hestinn ok mælti: „Þetta
mun vera fyrir feigð Valgarðs, er hestinn þraut, því at þat er með
ólíkindum."34
Þannig gátu ferðir Sturlunga yfir fjöllin verið greiðar eða tafsam-
ar og erfitt að sjá slíkt fyrir.
Sjóleiðin gat einnig verið tafsöm eftir atvikum. Fram er komið
að Sturla Þórðarson þurfti að bíða byrjar úr réttri átt til að komast
vestur fyrir firði. Árið 1200 lætur Þorgils Gunnsteinsson á Stað á
Reykjanesi syni sína flytja Guðmund Arason til Flateyjar, en biður
prestinn að gefa sveinunum byr til baka „því at þeir eru
ókröftuligir". Logn er í Flatey og ekki blæs því byrlega fyrir heim-
ferðina, en þá kemur til kasta dýrlingsins. „Ok er þeir váru búnir,
draga þeir upp segl, ok kastar þegar vindi á eftir þeim, - ok lægja
eigi fyrr segl en heima ok höfðu því betra byr, er þeir sigldu
lengra."35
Þekkt er orsakaskýring Sturlungu á sigri Þórðar kakala á Kol-
beini unga í Flóabardaga um miðsumar 1244. Þar skipti máli „at á
skipum Kolbeins váru fáir einir menn, þeir er nökkut kunnu at
gera á skipum, þat er þeim væri gagn at, en á Þórðar skipum var
hverr maðr öðrum kænni."36 Kunnátta á sjó var hins vegar ekki
neyðarúrræði Sturlunga til að hafa betur í bardögum, heldur hluti
af daglegu lífi þeirra. Fjöllin afmörkuðu Breiðfirðinga frá öðrum,
en sjórinn sameinaði þá. Og þrátt fyrir óblítt landslag reyndist
hann meira sameiningarafl en láglendið í Ámesþingi eða í Skaga-
firði.
Hlunnindabúska'pur og sjóróðrar
Umhverfið mótaði atvinnulíf og búskap við Breiðafjörðinn. Lúð-
vík Kristjánsson telur að svonefnt Breiðafjarðarlag á bátum sé
komið til vegna umhverfisþátta. „Grunnsævi og miklir sjávar-
fallastraumar valda oft krappri báru víða í Breiðafirði, og auk þess
kemur óbrotin og hindmnarlaus úthafsalda inn á grynnstu fiski-
slóðir." Lúðvík bendir á að fjárferðir hafi verið tíðar á milli heima-
eyjar og úteyjar, langt hafi verið í verstöðvar og einnig hafi þurft
34 Stnrlunga saga I, bls. 362.
35 Sama heimild, bls. 143.
36 Sturlunga saga II, bls. 56.
11-SAGA