Saga - 2002, Side 164
162
SVERRIR JAKOBSSON
báta undir afurðir, bæði til sölu og kaups. „Þessar náttúrulegu að-
stæður og fyrrgreinda búsetu- og atvinnuhætti hefur breiðfirzki
skipasmiðurinn þekkt vel og reynt að sameina í bátalaginu kosti í
samræmi við hvort tveggja."37 Óvíst er hins vegar um uppruna
breiðfirska bátalagsins, sem er vel þekkt frá 19. og 20. öld.
Ömefni í Breiðafirðinum einkennast hins vegar frá upphafi af
atvinnulífi þar um slóðir, sjómennsku og róðrum. Sem dæmi um
þetta má nefna varúðamöfn, sem hafa orðið til á sjó. Purkey í
Klofningshreppi er nefnd Svíney í fornritum og bréfum frá 14. öld,
en Litla-Purkey undir Dagverðarnesi er kölluð Svíney litla um
miðja 13. öld. Ólafur Lámsson telur að nöfnin hafi bæði breytzt á
sömu leið, og ástæðan til þess mun hafa verið sú, að nýju nöfnin
em bæði varúðamöfn, sem í fyrstu hafa verið notuð á sjó. Á sjó
mátti ekki nefna svín vegna svínhvalsins, en óhætt var að nefna
purku, og mér þykir ekki ólíklegt, að flest purku-nöfn hér á landi
séu einmitt þess háttar varúðamöfn.38
Bergsveinn Skúlason telur að veðurfar í Breiðafirði sé hagstætt
búskap, sem sé óvenju fjölbreyttur á þeim slóðum:
Hlýviðrasamara er í Breiðafjarðareyjum en öðrum sveitum vest-
anlands. Þar frýs jörð seinna á haustin og næturfrost gera síður
skaða langt fram eftir vori. Byljaveður koma þar ekki, þótt
nokkuð sé næðingasamt annað kastið. Sumarið er lengra. Slík
veðrátta mun hentug akuryrkju og garðrækt39
Bjöm M. Ólsen telur Breiðafjörðinn til kornræktarsvæða á miðöld-
um, enda hafi síður verið hætt við næturfrosti við sjóinn.40 Ef
marka má Þorgils sögu og Hafliða var stunduð akuryrkja á Reyk-
hólum árið 1119 við kjöraðstæður.41
Þrátt fyrir lítið láglendi eiga menn að hafa stundað komrækt við
Breiðafjörðinn og þar var líka stunduð kvikfjárrækt á stórbúum.
Eyjarnar hafa verið hentug gripageymsla, a.m.k. tíðkaðist það síð-
ar í Breiðafirði að sauðfé var flutt í úteyjar á haustin og látið vera
þar fram undir jól.42 Fleiri gripir voru geymdir í eyjum. Árið 1229
37 Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjávarhættir II, bls. 307.
38 Ólafur Lárusson, Landnám á Snæfellsnesi, bls. 38.
39 Bergsveinn Skúlason, „Landbúnaður í Breiðafjarðareyjum", bls. 176.
40 Bjöm M. Ólsen, „Um komirkju", bls. 123-30,133-36.
41 Sturlunga saga I, bls. 27.
42 Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjávarhættir I, bls. 122-23.