Saga - 2002, Blaðsíða 166
164
SVERRIR JAKOBSSON
ar".51 Kirkjan á Staðastað átti árið 1274 selsker fyrir Akranesi í
Miklaholtshreppi og „selveiði jafnlangt fyrir strönd sem reki".52 í
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns eru nefndar jarðir
þar sem selveiðar voru stundaðar um 1700 eða áður. Þar af er
rúmur þriðjungur á Breiðafjarðarsvæðinu, sem bendir til þess að
hefð fyrir selveiðum hafi verið rík þar. Selkjöt og spik var nýtt til
matar, ljósmetis og í hákarlabeitu. Svartbakurinn verpir á útskerj-
um og hafa Breiðfirðingar lengi stundað eggjatöku.
Bændur í Breiðafirði hafa og hagnýtt sér fjörunytjar af ýmsu
tagi. Lúðvík Kristjánsson telur um 270 lögbýli sem hafa sölvanytj-
ar, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Þar
af virðast um 90 vera við Breiðafjörðinn.53 Þar var kunnasta sölva-
tekjusvæði landsins, Saurbæjarfjara í Gilsfirði. Hún hefur verið
mjög mikilvæg. Hún er nefnd árið 1118 þegar Már Bergþórsson
„ferr heiman vestr til Saurbæjar ok slæst í ferð með þeim mönn-
um, er fóru til sölvakaupa".54 Árið 1148 segir frá Vigdísi, fylgikonu
Aðalriks Gunnfarðssonar, sem „var skillítil kona ok var þá vestr í
sölvafjöru í Saurbæ ok at herbergi í sauðahúsum frá Hvítadal".55
Á Breiðafirði má finna örnefni á borð við Söley, en hún er nefnd í
máldaga frá 1274.56 Þau eru vitnisburður um mikilvægi sölva-
náms fyrr á öldum. Sölvamannagötur lágu frá Hrútafirði í Laxár-
dal, en þaðan hefur verið haldið í Gilsfjörðinn. Laxárdalsheiði er
stundum nefnd Sölvamannaheiði á 18. öld.
Saurbæjarfjara var mikils virði. Alls munu 17 kirkjur hafa átt
ítak í Saurbæjarfjöru og var þar sölvaíferð fyrir 136 menn þegar
mest var. Ekki er þó víst að allar kirkjurnar hafi átt ítök samtímis
eða að íferðafjöldinn hafi verið fastur. Flestallar þeirra voru í Döl-
um, en tvær voru utan Breiðafjarðar, Fell í Kollafirði og Melstaður
í Miðfirði. Þegar Loftur Ormsson riddari á Staðarhóli kvæntist
Gunnhildi Pétursdóttur 1470 var tilgjöf hans til hennar hálf sölva-
51 D.J. I, bls. 597; D.I. II, bls. 635. Sjá einnig D.l. II, bls. 117 (máldaga frá 1274):
„Kirkja á Skarði á skip áttært gjalda nýtt fyrir fomt er brýtur hún á og fer-
tugar nætur kópheldar."
52 D.I. n, bls. 114.
53 Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjávarhættir I, bls. 45-48.
54 Sturlunga saga I, bls. 22.
55 Sturlunga saga I, 65.
56 D.J. 11,116.