Saga - 2002, Page 167
BRAUDEL í BREIÐAFIRÐI?
165
fjara í Saurbæ, metin á 20 hundruð. Hinn helmingurinn var einnig
í eigu Skarðverja.57
Arið 1704 er hins vegar fullyrt í Jarðabókinni að sölvafjaran í
Saurbæ verði æ lakari og sé orðin nánast gagnslaus.58 Nytjar af
þessu tagi gátu breyst, sem gerir alla tölfræði vandasama. Samt
sem áður má telja líklegt að hlutur Breiðafjarðar í búskap af þessu
tagi hafi jafnan verið þimgvægur.
Önnur fjörunyt sem var mikilvæg í Breiðafirði var saltgerð. í
Landnámabók segir að Hallsteinn í Hallsteinsnesi hafi sent þræla
sína út í Svefneyjar til saltgerðar.59 Ekki finnast heimildir um salt-
gerð þar síðar. A 18. öld var salt skrapað af fjöruklöppum við Skor
og í Oddbjamarskeri og þótti mikil gæðavara.60 í fornum máldaga
Miklaholtskirkju (frá um 1181) er talað um saltgerð í Skógarnes-
landi á Snæfellsnesi og em ekki mörg dæmi um slíkt í máldögum
frá þessum tíma.61
Eyjabúskapur var mjög bundinn við stórbýli, að því leyti að
helstu höfðingjar virðast einnig hafa ráðið yfir eyjabýlum. Árið
1240 er t.d. gerður upp arfur eftir Sturlu Sighvatsson. „Solveig fær
í hendr Snorra búit at Sauðafelli, en hann fekk Sturlu Þórðarsyni,
frænda sínum. Tók harrn við búinu ok Bjameyjum ok Skáleyjum
ok Drangareka ok fjórtán ómögum."62 Hér eru eyjamar hluti af
þeim hlunnindum sem fylgja stórbýli í Breiðafjarðardölum, en
rekann þurftu menn að sækja á Vestfirði. Lítið var um rekanytjar í
Breiðafirði, sem Lúðvík Kristjánsson telur stafa af hafstraumum á
þessum slóðum:
Látraröst sér fyrir því, að jafnan kemst lítill rekaviður inn á
Breiðafjörð. Jarðabókin telur 14 rekajarðir í Barðastrandarsýslu,
en reki er sagður lítill á þeim flestum og hafa bmgðizt margt ár.
Þessi skilgreining er mjög í samræmi við vitneskju í sóknarlýs-
ingum.63
Á Snæfellsnesi er naumast um reka að ræða nema á sunnanverðu
nesinu, þar er 31 af 46 jörðum sem Jarðabók Áma og Páls nefnir í
57 Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjávarhættir 1,53-58.
58 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns VI, 153.
59 íslendingabók, Landnámabók, bls. 164.
60 Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjávarhættir 1,161-62.
61 D.1.1,273.
62 Sturlunga saga I, 447.
63 Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjávarhættir I, 207.