Saga - 2002, Síða 168
166
SVERRIR JAKOBSSON
sýslunni. Helgafellsklaustur átti 41 reka, en þar af voru 26 á
Ströndum. Flest rekasælustu svæðin á Snæfellsnesi voru á strönd
Staðarsveitar. Atta kirkjur í Dalasýslu höfðu rekaítök en þau voru
öll í Strandasýslu.64 Þetta hefur naumast breyst mikið í gegnum
aldirnar og er ásókn í rekanytjar ein skýring þess hvers vegna
höfðingjar af ætt Sturlunga sóttust eftir ítökum á Vestfjörðum.
Flatey hefur sérstöðu meðal Vestureyja vegna sögu hennar sem
nær allt aftur á landnámsöld. Síðan hefur byggð haldist þar í 1000
ár, sem bendir til að eyjabúskapurinn hafi verið farsæll. Ekki síst
hefur mátt þakka það miklum hlunnindum, svo sem fisk- og sel-
veiðum auk fugla- og eggjatekju. Hafnaraðstaða í Flatey er góð frá
náttúrunnar hendi, og sjósókn og bátasmíðar hafa frá upphafi ver-
ið stór hluti af lifibrauði eyjaskeggja. í fomum heimildum má sjá
að í Flatey hafa höfðingjar einatt búið stórbúi. Um 1170 býr þar
Þorsteinn Gyðuson, sem tekur um tíma við búinu að Staðarhóli
eftir fráfall Einars Þorgilssonar 1185 „ok lögðust þá Akreyjar í
búið".65 Þorsteinn drukknaði 1190 og tók þá Gellir, sonur hans, við
búi, en hann átti Vigdísi, dóttur Hvamm-Sturlu og alsystur þeirra
Sturlunga, Þórðar og Snorra. Árin 1218-20 býr kappinn Eyjólfur
Kársson þar, en síðan virðast ábúendur þar vera í skjóli Sturlunga.
Hluti sona Hrafns Sveinbjamarsonar er þar 1224-28, en árið 1241
kaupir Órækja Flatey af Þórði tiggja Þórðarsyni.66 Tumi Sighvats-
son er þar 1243, en síðan Teitur Styrmisson, dóttursonur Sighvats
Sturlusonar.67
Sagt er, að fólk, sem bjó við Breiðafjörð og á eyjunum hafi sjald-
an eða aldrei liðið matarskort, því eyjamar, sem iðuðu af fuglalífi,
vom forðabúr og gnægð fisks var í flóanum. Hafa eyjamar verið
nefndar matarkista. Hér verður þó að forðast alhæfingar. Vorið
1186 var þó „illt til matar í heraði. Þat var it illa vár kallat."68
Eyjarnar hafa verið hentugir felustaðir þegar menn vildu ekki
vera auðfangaðir. Árið 1224 „[ljeita þeir Aron undan í ýmsar eyj-
ar á Breiðafirði, þangat sem líkast þótti, at undan bæri fundi við
Sturlu. Þóttist hann mjök vanbúinn við fundi hans."69 Samkvæmt
64 Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjávarhættir I, bls. 228-29, 234.
65 Sturlunga saga I, bls. 230.
66 Sama heimild, bls. 305, 321,448.
67 Sturlunga saga II, bls. 33, 34, 72.
68 Sturlunga saga I, bls. 231.
69 Sturlunga saga II, bls. 265.