Saga - 2002, Page 169
BRAUDEL í BREIÐAFIRÐI?
167
Landnámu á Eiríkur rauði Þorvaldsson að hafa falist í Öxney og
virðist ekki ósennilegt miðað við að þetta er einnig gert á Sturl-
ungaöld. Þannig á Þorgils Snorrason úr Skorravík að hafa dvalist
þar 1227 þegar hann var héraðssekur af Meðalfellsströnd og
Snorri Sturluson (yngri) er gripinn þar af Hrafni Oddssyni árið
1263. Þá fer Tumi Sighvatsson út í Hrappsey 1241 og Jónssynir fela
sig í Ólafseyjum 1228.70
Nóg er um vísbendingar um fiskveiðar í Islendingasögum, en
þar er sjaldan farið nákvæmlega í sakirnar. I Bárðar sögu kemur
fram að í þann tíma (þ.e. 10. öld) hafi verið fiskróðrar á Snæfells-
nesi.71 Eyrbyggja og Grettis saga geta einnig um skreiðarferðir
undir Jökul. En sjóróðrar hafa verið stundaðir víðar en undir Jökli.
I Eyrbyggja sögu er getið um útver í Höskuldsey, en þar drukkn-
aði Þorsteinn þorskabítur að haustlagi.72 Þá er minnst á verstöð í
Bjarneyjum í Laxdæla sögu og Brennu-Njáls sögu. í Gísla sögu
kemur fram að Ingjaldur í Hergilsey „var iðjumaðr mikill. Hann
reri á sjó hvern dag, er sjófært var." Þeir Ingjaldur og Gísli eru
sagðir „róa á vastir".73 Þessi dæmi úr Islendingasögum eru til
marks um að höfundar þeirra þekktu vel til sjóróðra í Breiðafirði
og gerðu ráð fyrir að útgerð þar ætti sér langa sögu.
í annálum kemur fram að árið 1203 hafi verið allmiklir ísar við
land á Maríumessu fyrri, líklega 25. mars, „svá ekki fékkst til-
gangs af sjá í Saurbæ", sem Helgi Þorláksson telur vísbendingu
„um umtalsverða sjósókn við innanverðan Breiðafjörð".74 Hann
bendir einnig á að ,,[á] bilinu 1100 til 1311 fjölgaði skattbændum
einungis í Vestfirðingafjórðungi og má vera að það megi rekja til
aukinna fiskveiða."75
Fiskveiðar hafa aukið vöruskipti við Breiðafjörðinn. Vermenn
keyptu smjör hjá bændum fyrir skreið. Lúðvík Kristjánsson telur
að vöruskipti milli sjávar- og landbænda hafi verið stunduð á 12.
öld en aukist verulega á 14. öld.76 Enda þótt hafskip hafi öðru
70 Sturlunga saga I, bls. 314, 321, 454; II, bls. 229.
71 Harðar saga, Bárðar saga, Þorskfirðinga saga, Flóamanna saga, bls. 124.
72 Eyrbyggja saga, Grœnlendinga sögur, bls. 19.
73 Vestfirðinga sögur, bls. 79.
74 Islandske Annaler indtil 1578, bls. 62. - Helgi Þorláksson, Vaðmál og verðlag,
bls. 442.
75 Helgi Þorláksson, Vaðmál og verðlag, bls. 446.
76 Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjávarhættir II, bls. 381.