Saga - 2002, Page 170
168
SVERRIR JAKOBSSON
hvoru komið í Dögurðarnes eða að Vaðli, þá hefur Breiðafjörður-
inn ekki verið miðstöð verslunar.
Helgi Þorláksson telur „ekki líklegt að ófriður Sturlungaaldar
hafi truflað mjög útgerð sem stunduð var á vetuma og vorin eins
og háttaði á Breiðafirði og undir Jökli".77 Samt sem áður kom
ófriður Sturlungaaldar stundum niður á eyj'arskeggjum. Haustið
1233 sendir Órækja ójafnaðarmann að nafni Maga-Bjöm til Breiða-
fjarðar „ok ræntu hvarvetna um vestreyjar". Bóndinn í Sviðnum
er veginn í þessari ránsferð. Fyrir þetta lætur Þórður Sturluson
drepa Björn í Fagurey 1235. Rán Maga-Bjarnar eru kölluð „at afla
til búsins á vestfirzku".78
Af framansögðu má sjá að hvorttveggja gildir um búskap Breið-
firðinga, hann hélst í stómm dráttum óbreyttur um aldir en var
háður sveiflum af ýmsu tagi. Sumt sveiflaðist frá degi til dags eða
ári til árs. Umskipti gátu orðið á verði og árferði gat verið illt, þótt
það væri oft gott. Komrækt var lengi stunduð en féll að lokum
niður. Meira að segja hin auðuga sölvafjara við Saurbæ hætti að
gefa af sér. Sjóróðrar hafa þekkst frá landnámsöld, en á 13. og 14.
öld fer mikilvægi þeirra vaxandi. Líklega er það meginorsök þess
að Breiðafjörðurinn heldur áfram að vera mikilvægt svæði í ís-
landssögunni að lokinni Sturlimgaöld. Helstu höfðingjar landsins
sitja áfram á Skarði og Reykhólum. Til dæmis sat einn mesti auð-
maður 17. aldar, Eggert ríki Bjömsson, á Skarði, og hélt sig að
flestu leyti að sið höfðingja fyrri alda.79
Fjölbreyttir búskaparhættir í Breiðafirði skipta máli þegar litið
er til þeirra efnahagslegu stoða sem veldi höfðingja hvíldi á.
Aukatekjur af hvers konar hlunnindabúskap, selveiðum, eggja-
tekju, söltekju og saltgerð, hafa verið hentug leið til að tryggja for-
ystumönnum á svæðinu smávægilegan mxmað umfram aðra
bændur. Annað markmið hafði auðsöfnun þeirra ekki á fyrstu öld-
um íslandsbyggðar. Ekki er hægt að segja annað en að Sturlungar
hafi verið vel í sveit settir við að berast á í hópi höfðingja. Afurðir
hlunnindabúskapar voru hvorttveggja, eftirsóttar munaðarvömr
og ákjósanleg verslunarvara sem hægt var að skipta við aðrar
munaðarvömr. Aukið vægi sjóróðra á 13. og 14. öld gerði það hins
77 Helgi Þorláksson, VaSmál og verðlag, bls. 442.
78 Sturlunga saga I, bls. 365, 382-84.
79 Sbr. Bjöm Þorsteinsson, „Hirðkvæði íslenskt frá 17. öld".