Saga - 2002, Page 171
BRAUDEL í BREIÐAFIRÐI?
169
vegar að verkum að Breiðafjörðurinn hélt áfram að vera mikilvæg
miðstöð fyrir höfðingja við nýjar aðstæður, sem urðu til við það að
þeir gerðust kóngsmenn árið 1262.
Bandalög við Breiðafjörðinn
Breiðafjörðurinn hefur byggst um svipað leyti og önnur héruð á
Islandi. Eru sex landnámsmenn á Breiðafjarðarsvæðinu taldir
meðal göfugustu landnámsmanna, Sel-Þórir í Hnappadal, Björn
austræni í Bjarnarhöfn, Þórólfur Mostrarskegg í Þórsnesi, Auður
djúpúðga í Hvammssveit, Geirmundur heljarskinn á Skarðs-
strönd og Úlfur skjálgi á Reykjanesi.80 Athyglisvert er að þessir
landnámsmenn eru staðsettir þar sem pólitískar miðstöðvar á
þessu svæði voru síðar.
Töluvert er um mannanöfn og ömefni sem eru kennd við Þór á
þessum slóðum. Lítið sem ekkert verður hins vegar vart við önn-
ur goð. Merkilegt má teljast að Landnáma telur að tvær af göfug-
ustu ættum landnámsmanna á þessum slóðum hafi trúað á fram-
haldslíf í fjöllum. Þórólfur Mostrarskegg og Þórsnesingar töldu að
þeir hyrfu í Helgafell eftir lát sitt, en Sel-Þórir og Rauðmelingar
trúðu á framhaldslíf í Þórisbjörgum.81
Einungis einn landnámsmaður er talinn á Breiðafjarðareyjum. í
Landnámu segir frá Þrándi mjóbeini sem sagður er hafa byggt bú
sitt í Flatey. Hins vegar er minnst á Hergilsey bæði í Landnámu og
Gísla sögu Súrssonar. Þar á að hafa numið land Hergill, sonur
Þrándar mjóbeins.82 Ingjaldur Hergilsson bjó þar eftir daga hans,
en varð að yfirgefa eyjuna eftir að hafa lagt Gísla Súrssyni lið í út-
legðinni. Mim Hergilsey þá hafa lagst í eyði um aldir og hún er
ekki nefnd í Sturlungu.
Breiðafjörðurinn var hluti af tveimur vorþingsumdæmum,
Þórsnesþingi og Þorskafjarðarþingi. Þórsnesþing náði frá Hítará
og vestur í Gilsfjarðarbotn, þar sem aðskilnaður Snæfellsnes- og
Dalasýslu varð ekki fyrr en um miðja 15. öld.83 Handan Gilsfjarð-
ar tók Þorskafjarðarþing við. Ekki er þó víst að skýr mörk hafi ver-
80 íslendingabók, Landnámabók, bls. 209.
81 Sama heimild, bls. 98-99,125.
82 Sama heimild, bls. 153-54.
83 Ólafur Lárusson, Landnám á Snsefellsnesi, bls. 13.