Saga - 2002, Síða 172
170
SVERRIR JAKOBSSON
ið á milli umdæma. Sagan segir að landnámsmaðurinn í Þorska-
firði, Hallsteinn Þórólfsson, hafi verið sonur Þórólfs Mostrar-
skeggs sem nam land á Þórsnesi, svo að þegar í upphafi eru náin
tengsl milli þessara þingstaða.84 í Gísla sögu Súrssonar kemur
fram að Dýrfirðingurinn Þorkell auðgi á erindi yfir fjörðinn á
Þórsnesþing ásamt Súrssonum. Þiggja þeir heimboð hjá Þorsteini
þorskabít Þórólfssyni Mostrarskeggs, en bjóða á móti Þorsteins-
sonum til Hválseyrarþings í Dýrafirði. Þorgrímur Þorsteinsson
sest svo að á Sæbóli í Haukadal. „Þorgrímr hefir goðorð, ok er
þeim bræðrum at honum styrkr mikill." Virðist þar ekki skipta
máli að goðorð Þorgríms er af Þórsnesi. í sögunni kemur einnig
fram að bróðir Þorgríms, Börkur digri, sem bjó á Helgafelli, fjöl-
mennir á Þorskafjarðarþing „at hitta vini sína".85
Gísla saga er meðal elstu íslendingasagna og ætti þar að koma
fram tiltölulega góð vitneskja um fomar siðvenjur (þó ekki endi-
lega frá 10. öld). Ekki kemur hreyfanleiki goða jafn skýrt fram í
samtímaheimildum. Þó má sjá að Þórsnesingagoðorð var tvískipt
undir lok 12. aldar. Þorgils Snorrason á Skarði (d. 1201) og Ari
sterki Þorgilsson á Stað á Ölduhrygg (d. 1188) fóm saman með
goðorðið. Þórður Sturluson hefur svo tekið hluta tengdaföður síns
í arf, en Þorgils gaf honum sinn hluta.86 Hann var prestvígður og
tók eflaust mið af tilskipun frá 1190 um að goðorðsmenn ættu ekki
að taka vígslu. Þess í stað kaus hann að efla til valda ungan höfð-
ingja af Sturlungaætt. Sonur Þorgils, Haukur Þorgilsson (d. 1245),
bjó síðan norðan við Breiðafjörð, á Haga í Barðaströnd, fór ekki
með goðorð en var bandamaður Þórðar Sturlusonar.87
I frásögninni um brúðkaupið að Reykhólum 1119 kemur fram
að á Reykhólum „skyldi vera hvert sumar Ólafs-gildi, ef korn gæti
at kaupa, tvau mjölsáld, á Þórsnesþingi, ok váru þar margir gilda-
bræðr." Ólafsgildið á Reykhólum er sett í samhengi við kornkaup
á þinginu hinum megin fjarðar. í gildið mætti Ólafur Hildisson, en
hann var í bemsku „heraðsfara um Breiðafjörð" og er ómögulegt
að skilja það öðruvísi en svo að Breiðafjörðurinn hafi verið skil-
greindur sem hérað.88
84 íslendingabók, Landnámabók, bls. 163-64.
85 Vestfirðinga sögur, bls. 17-19.
86 Sturhinga saga I, bls. 234.
87 Sama heimild, bls. 377, 386.
88 Sama heimild, bls. 14.