Saga - 2002, Qupperneq 173
BRAUDEL í BREIÐAFIRÐI?
171
Stutt var á milli Reykhóla og Staðarhóls í Saurbæ þegar þeir
bjuggu þar frændumir og vinirnir Ingimundur Einarsson og Þor-
gils Oddason. Þetta á einnig við síðar. Árið 1234 þykir Þórði
Sturlusyni Órækja sitja of nærri þingmönnum hans ef hann sæti í
Saurbæ eða á Reykjahólum".89 Árið 1241 hugðist Snorri Sturluson
sitja ýmist á Hólum en stundum í Saurbæ.90
Pólitískar miðstöðvar við Breiðafjörðinn hafa einkum verið á
höfuðbólum. Meðal þeirra býla sem svo em nefnd í síðari heim-
ildum eru Hvammur í Hvammssveit, Galtardalstunga á Fells-
strönd, Skarð á Skarðsströnd, Staðarhóll í Saurbæ, Flatey á Breiða-
firði, Reykhólar, Brjánslækur á Barðaströnd og Saurbær á Rauða-
sandi.91 Fyrir vestan Skraumu hafa helstu býli á síðari öldum ver-
ið Kolbeinsstaðir, Rauðimelur, Staðastaður, Knörr í Breiðuvík,
Hallbjarnareyri, Helgafell, Bjamarhöfn og Narfeyri. Einnig má
ætla að Staðarfell á Fellsströnd, Hjarðarholt í Laxárdal, Snóksdal-
ur og Sauðafell í Miðdölum hafi talist til helstu býla. Sum þessara
höfuðbóla urðu staðir í eigu kirkjunnar, en höfðingjar, einkum
Sturlungar, söfnuðu auðugum stöðum.92
Algengt virðist hafa verið að höfðingjar hafi flutt sig til innan
Breiðafjarðarsvæðisins. Breiðfirðingar, forfeður Ara fróða, bjuggu
t.d. upphaflega í Hvammssveit en fluttu sig síðan að Helgafelli og
afkomendur Ara bjuggu svo á Staðastað.93 Einn forfaðir Sturl-
unga, Guðlaugur auðgi, bjó í Borgarholti milli Straumfjarðarár og
Furu á sunnanverðu Snæfellsnesi, en annar, Þorbjörn loki, í
Djúpafirði, næsta firði við Þorskafjörð. Þá var Þórður Víkingsson,
göfugur landnámsmaður í Dýrafirði, í hópi forfeðra Sturlunga,
sem og kappinn Sturla Þjóðreksson (Víga-Sturla) sem sagður var
hafa reist bæinn á Staðarhóli í Saurbæ.94 Afkomandi þessara
manna, Þórður Gilsson, bjó hins vegar á Felli hinu innra (Staðar-
felli) á Fellsströnd.
89 Sturhmga saga I, bls. 376.
•90 Sama heimild, bls. 453.
91 Magnús Már Lárusson, „Á höfuðbólum landsins", bls. 45.
92 Sbr. Helgi Þorláksson, „Sauðafell", b!s. 98. - Sami, Vaðmál og verölag, bls. 454.
93 Raunar gerir Gísla saga Súrssonar ráð fyrir að Eyjólfur grái, langalangafi
Ara fróða, hafi búið í Otradal í Amarfirði, sbr. Vestfirðinga sögur, bls. 69.
Þetta er enn eitt dæmi um þau nánu tengsl Arnfirðinga og Breiðfirðinga
sem sagt er frá í sögunni.
94 íslendingabók, Landnátnabók, bls. 100-103,158-59,165,180-83.