Saga - 2002, Page 174
172
SVERRIR JAKOBSSON
Öll höfuðbólin í Dölum koma við sögu Sturlunga nema Skarð á
Skarðsströnd. Hvamm-Sturla bjó fyrst á Staðarfelli eftir föður
sirm, en flutti síðan að Hvammi og bjó þar til dánardags. Ekkja
hans, Guðný Böðvarsdóttir, bjó þar eftir fráfall bónda síns. Síðan á
dóttursonur Sturlu, Svertingur Þorleifsson, landið en lætur Sturlu
Sighvatsson hafa það endurgjaldslaust. Þórður Sturluson kaupir
svo höfuðbólið af honum. Árið 1238 reynir Sturla Sighvatsson ár-
angurslaust að kaupa Hvamm af Böðvari Þórðarsyni handa Svert-
ingi Þorleifssyni, en þó virðist Svertingur búa þar 1242.95
Galtardalstunga virðist hafa verið í eigu Hvamm-Sturlu, a.m.k.
selur Sighvatur Sturluson hana til að kaupa Staðarhól 1197, sem
hann selur svo aftur til að eignast lausafé. Sighvatur gerir því næst
bú í Hjarðarholti og býr þar nokkra vetur áður en hann flytur að
Sauðafelli. Síðan býr í Hjarðarholti Dufgus Þorleifsson, bróðir
Svertings og náfrændi þeirra Sturlusona. Sauðafell verður hins
vegar höfuðbóíSturlu Sighvatssonar, sem lét reisa þar virki. Bær-
inn lá á krossgötum og þar lá þjóðleiðin um Haukadal í Dali. Þar
fóru t.d. um þeir sem fóru af Norðurlandi út undir Jökul til skreið-
arkaupa.96 Dæmi eru um að ferðamenn sem komnir voru sunnan
um Bröttubrekku hafi gist þar.97
Eftir fráfall Sturlu sitja á Sauðafelli tengdasynir hans, Hrafn
Oddsson og Vigfús Gunnsteinsson. En Staðarhóll, sem Sighvatur
seldi til fjár, komst síðar undir yfirráð Sturlunga og varð bitbein
þeirra frænda, Órækju Snorrasonar og Sturlu Þórðarsonar árið
1241. Lætur Órækja dæma sér býlið á Þorskafjarðarþingi, en
Sturla ógilda dóminn á alþingi.98 Eftir það er Staðarhóll í eigu
Sturlu og afkomenda hans.
Þórður Sturluson á helstu höfuðbólin á Snæfellsnesi, Hallbjam-
areyri og Staðastað, og virðist einnig eiga ítök í Bjamarhöfn. Narf-
eyri á Skógarströnd nefnist Eyri eða Geirröðareyri á þessum tíma.
Þar sat Sámur prestur Símonarson, sem átti Guðrúnu Sveinbjarn-
ardóttur. Síðar, eða upp úr 1230, sat þar Páll prestur Hallsson, sem
„var inn mesti vinr Þórðar" og líklega einnig Böðvars, sonar
95 Sturlunga saga I, bls. 412,472.
96 Helgi Þorláksson, „Sauðafell", bls. 99-101.
97 Sturlunga saga I, bls. 75.
98 Sama heimild, bls. 448-51.