Saga - 2002, Page 175
BRAUDEL í BREIÐAFIRÐI?
173
hans." Páll Hallsson sat áður um tíma á Staðarhóli. Hann er kall-
aður mágur Sturlu Þórðarsonar, enda er systir hans tengdamóðir
Sturlu. Á Kolbeinsstöðum bjó goðorðsmaðurinn Þorlákur Ketils-
son (d. 1240), sem fóstraði Sturlu Sighvatsson. Sturla seldi honum
í hendur Reykholt eftir að Snorri Sturluson hraktist úr landi
1237.100 Þórður Sturluson gisti á Kolbeinsstöðum 1235 og virðist
hafa verið vinur Þorláks.101 Þorlákur átti einnig Hítardal. Þar hitt-
ast þeir Þórður og Sighvatur Sturluson 1209 og kemur til vin-
slita.102 Sturla Þórðarson nýtur síðan stuðnings auðugra klerka
vestanlands til þess að verða höfðingi og má þar nefna bæði Pál
Hallsson og Ketil Þorláksson (d. 1273), son Þorláks, en einnig
Snorra prest Narfason á Skarði.103
Höfðingjar beggja megin fjarðar höfðu haft tengsl sín á milli alla
þjóðveldisöld og töluverður hreyfanleiki var innan svæðisins.
Með tilkomu Sturlunga byggjast tengslin hins vegar einhliða upp
í kringum þá. Jafnframt því sem að Sturlungar ná héraðsvöldum
sunnan Breiðafjarðar mynda þeir hjúskaparvensl við höfðingja
norðan Breiðafjarðar.
Hvamm-Sturla og fyrri kona hans, Ingibjörg Þorgeirsdóttir, áttu
tvær dætur, Steinunni og Þórdísi. Jón nokkur Brandsson eignast
Steinunni Sturludóttur og bjuggu þau að Reykhólum. Þessi vensl
voru svo treyst betur þegar Einar Helgason, stjúpsonur Sturlu,
eignast systur Jóns og með henni land í Króksfjarðarnesi og
Króksfjarðareyjar.
Ingimundur Jónsson (d. 1231), sonur Jóns og Steinunnar á Reyk-
hólum, fór utan með Snorra Sturlusyni. „Var með þeim frændum
allkært." Reykhólar halda áfram að hafa þýðingu fyrir Sturlunga.
Órækja Snorrason gerir bú þar 1234, en Þórður Sturluson lætur
taka upp búið fyrir honum. Árið 1238 á Sturla Sighvatsson bú á
Reykhólum.104
Ekki er þó ljóst hvernig yfirráðum Sturlunga yfir Reykhólum er
háttað, því að Skarðverjar virðast einnig eiga í býlinu. Snorri
99 Stnrlunga saga I, bls. 310, 412.
100 Sama heimild, bls. 407.
101 Sama heimild, bls. 386.
102 Sama heimild, bls. 250.
103 Guðrún Ása Grímsdóttir, „Sturla Þórðarson", bls. 13-14.
104 Sturlunga saga I, bls. 419.