Saga - 2002, Page 176
174
SVERRIR JAKOBSSON
prestur Narfason er sagður „manna auðugastur í Vestfjörðum".
Hann á bú að Skarði og annað að Hólum á Reykjanesi (Reykjahól-
um). Árið 1241 lætur hann Sturlu Þórðarson, sem átti bróðurdótt-
ur hans, fá Reykhóla sem Sturla lætur svo í hendur Órækju til að
greiða fyrir sáttum í deilu þeirra um Staðarhól.105 Árið 1244 lætur
Snorri Tuma Sighvatsson fá búið, enda hafði hann „verið alla ævi
mesti ástvin Sighvats og Sturlu".106 Þetta þarf ekki að undra, enda
hvíldi veldi Sturlunga í Dölum m.a. á bandalagi við höfðingjana á
Skarði. Þeir voru prestvígðir og beittu sér ekki í stjórnmálabaráttu,
heldur efldu til valda þá höfðingja af Sturlungaætt sem þeim leist
best á.
Bárður Snorrason úr Selárdal átti Þórdísi Sturludóttur, systur
Steinunnar. Sturla, sonur þeirra, er liðsmaður Þórðar Sturlusonar
en síðan Snorra Sturlusonar. Hann ræður miklu um að Sturlungar
eru lengst af stuðningsmenn Hrafnssona í baráttu þeirra við Þor-
vald Vatnsfirðing. Raunar eiga frændur hans, synir Jóns á Reyk-
hólum, þar einnig hlut að máli.
Alsystur þeirra Sturlunga voru Helga, sem átti Sölmund Aust-
mann, og Vigdís. Virðast þau Helga og Sölmundur hafa búið
skammt frá Reykholti í Borgarfirði og þar gerir Egill, sonur þeirra,
bú eftir daga Snorra Sturlusonar. Vigdís Sturludóttir á hins vegar
Gelli Þorsteinsson í Flatey. Hann er sonur Þorsteins Gyðusonar,
bónda þar. Systir Þorsteins, Helga Gyðudóttir, bjó að Brjánslæk og
átti vináttu við Sighvat Sturluson. „Helga hafði búfé fátt, en lend-
ur góðar. Sighvatr dró jafnan stórfé til bús hennar, en tók slíkt í
mót af lendum, sem hann vildi. Ok dróst með því stórfé undir Sig-
hvat."107 Sighvatur býr þá að Hjarðarholti í Laxárdal.
Eftir fall Sighvats og Sturlu 1238 og Snorra Sturlusonar 1241 er
veldi Sturlunga í uppnámi. Þá getur Þórður Sighvatsson reitt sig á
bandamenn norðan Breiðafjarðar. Árið 1242 eru dætur Vigdísar
giftar bændum á helstu stórbýlum norðan við Breiðafjörð. Ey-
vindur Ragnheiðarson í Haga á Þórunni Gellisdóttur, en Gísli
Markússon í Bæ á Rauðasandi Þórdísi Gellisdóttur.
Hann var mestr bóndi fyrir vestan Arnarfjörð ok var þá mjök
kominn á inn efra aldr. Hafði hann ok alla ævi verit í ferðum,
105 Sturlunga saga I, bls. 451-53.
106 Sturlunga saga II, bls. 40.
107 Sturlunga saga I, bls. 235.