Saga - 2002, Page 177
BRAUDEL í BREIÐAFIRÐI?
175
fyrst með Sighvati, en þá með Sturlu, er hann kom í Dali. Hafði
ok engi maðr verit einfaldari í öllum málaferlum við Sturlunga
en hann. Átti hann þar ok allt sitt traust, er þeir váru, en þurfti
jafnan til at taka, því at hann var inn mesti ójafnaðarmaðr.108
Eyvindur mágur hans var aftur á móti „góðr maðr ok göfugr, er
oftast var vanr at vera umbót með Gísla ok öðrum mönnum, þeim
er þess þurftu við."109 Héraðsvöld Sturlunga hafa að miklu leyti
verið byggð á venslum við þessa stórbændur, sem veittu þeim lið-
sinni þegar á reyndi.
Meðal þeirra höfuðbóla sem aldrei komust undir yfirráð Sturl-
unga er Helgafell á Þórsnesi. Þar bjó Ólafur Sölvason prestur,
bróðir Páls sem deildi við Hvamm-Sturlu, en síðan Magnús Páls-
son (d. 1223), bróðursonur hans. Síðan var klaustur stofnað þar
1186. Árið 1236 tekur Sturla skriftir á Helgafelli, fyrir að misþyrma
Órækju Snorrasyni, og má ætla að hann hafi treyst Hallkeli Magn-
ússyni ábóta vel.110 Helgafell var griðastaður og þar gátu Sturl-
ungar hist á sáttafundum. Þórður Sighvatsson og Böðvar Þórðar-
son hittast þar 1242 og þeir Sturla Þórðarson og Þorgils skarði
Böðvarsson haustið 1253.* * 111
Vegur klaustursins er lítill á 13. öld, um 1274 á það ekki utan sjö
til átta jarðir. Hundrað árum síðar, fyrir 1374, hafði klaustrið eign-
ast heilar 57 jarðir, þ.á m. margar bestu útræðisjarðir á Snæfells-
nesi. Það hafði t.d. náð undir sig öllum fjórum jörðunum um-
hverfis Rif.112 Þetta má rekja til breyttra búskaparhátta og vaxandi
mikilvægis fiskveiða, en einnig til aukins sjálfstæðis kirkjunnar
gagnvart höfðingjum eftir að staðir urðu sjálfseignarstofnanir.
Þessi breyttu skilyrði ollu því að saga Breiðafjarðarsvæðisins
breytir um svip um 1300. Öld Sturlunga var þá lokið, meira að
segja við Breiðafjörðinn.
108 Sturlunga saga II, bls. 8.
109 Sama heimild, bls. 2.
110 Sturlunga saga I, bls. 396.
111 Sturlunga saga II, bls. 26,125.
112 Helgi Þorláksson, Vaðmál og verðlag, bls. 453.