Saga - 2002, Page 184
182
GUÐNITH. JÓHANNESSON
því á þriðja ári aldarinnar nema við föllumst á að ný öld hafi að-
eins byrjað árið 2001. J.M. Roberts hefur sína sögu árið 1901 og
lýkur henni í orði kveðnu árið 2000. Michael Howard og Wm.
Roger Louis byrja hins vegar árið 1900 og fara yfirleitt ekki lengra
en til ársins 1990 eða þar um bil. Jonathan Glover bindur sig ekki
við ákveðið upphaf og endi en yfirferð hans um voðaverk aldar-
innar byrjar að mestu í fyrri heimsstyrjöld og lýkur á ódæðisverk-
um á Balkanskaga og í Rúanda á síðasta áratug. Evrópusaga
Marks Mazowers er sömuleiðis án greinilegs upphafsárs en frá-
sögnin byrjar undir lok fyrra stríðs og Mazower skrifar um at-
burði allt til ársins 1998 þegar bókin kom út.
Eric Hobsbawm virðist hafa sett skynsamlegustu mörkin í bók
sinni um „öldina stuttu", frá 1914 til 1991. Nítjándu öld, „öldinni
löngu", lauk þá við tímamótin 1914 þegar sá friður, sem hafði var-
að óvenju lengi í Evrópu, var úti. Fyrri heimsstyrjöldin leiddi
beint og óbeint til þess að öfgakenningamar, sem Hobsbawm vitn-
ar til í heiti bókar sinnar, skutu rótum í álfunni og höfðu síðan
geysileg áhrif um allan heim. Á sama hátt sýnist sjálfsagt að láta
sögulegu yfirliti um tuttugustu öldina ljúka við hrun kommún-
ismans 1991. Auðvitað vitum við ekki fyrir víst hvort einhver
magnaðri tímamót verða í mannkynssögunni á næstu árum en
það er þó frekar ólíklegt, þrátt fyrir hryðjuverkin 11. september
2001 og það sem þeim fylgdi.
Sagnfræði við upphaf aldar
Við upphaf tuttugustu aldar naut raunhyggjan vinsælda í sagn-
fræði eins og öðrum fræðigreinum. Flestir töldu að með auknum
rannsóknum á liðinni tíð væri hægt að afla traustrar vitneskju um
„hvað gerðist í raun og veru", eins og Ranke sagði. Öflun nýrrar
sagnfræðilegrar þekkingar væri að því leyti eins og að finna frum-
efni eða reikistjörnur og fræg er sú yfirlýsing Actons lávarðar, pró-
fessors við Cambridge, að sá tími kæmi að menn hefðu rannsakað
frumheimildir um tiltekna atburði það vel að ekki þyrfti að athuga
þá sögu frekar. í heimi fræðanna, jafnt hugvísindum sem raunvís-
indum, bundu menn miklar vonir við framtíðina sem yrði sífellt
betri.1
1 Sjá t.d. John Tosh, The Pursuit of History, bls. 11, 109-19 og 127, og J. W.
Burrow, The Crisis ofReason.