Saga - 2002, Page 185
HÖFUM VIÐ GENGIÐ TIL GÓÐS?
183
Höfundar yfirlitsritanna um tuttugustu öldina leggja allir áherslu
á þessa bjartsýni. Upplýsingin hefði leitt til þess að vestræn sið-
menning breiddist út um víða veröld og blóðug átök heyrðu sög-
unni senn til. Á Vesturlöndum virtist hver kynslóð lifa betra lífi en
sú fyrri og sást það kannski best í Bandaríkjunum þar sem inn-
flytjendur fundu þetta gjarnan á sjálfum sér og börnum sínum.2
Glover leggur sérstaklega áherslu á vonirnar björtu og þótt hann
viðurkertni vitaskuld að stríð og ódæðisverk hafi fylgt mannkyni
frá örófi alda læðist að manni sá grunur að hann geri fullmikið úr
þessari bjartsýni undir lok nítjándu aldar til þess að skerpa á þeirri
kenningu að brostnar vonir, ófriður, grimmdarverk og „barbar-
ismi" einkenni einkum þá tuttugustu.3 Mazower bendir líka á þær
vonir eftir fyrri heimsstyrjöld að lýðræði yrði ríkjandi stjórnarfar í
álfunni og stríðið, sem var háð til að binda enda á öll stríð, færði
mönnum betri tíð.4 Aftur er ekki laust við að höfundurinn skerpi
á skilunum til þess að undirstrika eigin frásögn af þeirri óláns-
þróim sem á eftir fylgdi.
Álfan dimma
Mark Mazower hyggst fjalla um verstu atburði Evrópu, „álfunnar
dimmu", á tuttugustu öld. Hann leggur megináherslu á árin milli
stríða og fyrstu árin eftir seinni heimsstyrjöld og verður að teljast
undarlegt að hann sleppir fyrra stríði. Það á hiklaust heima í slíkri
frásögn. Rauði þráðurinn í frásögn Mazowers er annars sá að árin
milli stríða hafi lýðræði verið mjög veikt í Evrópu. Þetta eru
tæpast ný tíðindi en hann telur ekki rétt að líta á vöxt fasisma og
nasisma sem slys eða gróf viðbrögð við kommúnisma. „Við erum
sólgin í bækur sem lýsa Mussolini sem bjána, Hitler sem brjáluð-
um öfgamanni og Stalín á að hafa verið sjúklega tortrygginn",
segir Mazower.5 Allt má það vera rétt en segir aðeins hluta sög-
unnar. Fyrir utan Bretland og Norðurlönd stóð þingræði og fjöl-
2 Hugh Brogan, „The United States, 1900-1945", í Michael Howard og Wm.
Roger Louis, The Oxford History of the Twentieth Century, bls. 129.
3 Til samanburðar við fyrri aldir, sjá t.d. George Riley Scott, A History of
Torture.
4 Mark Mazower, Dark Continent, bls. 2.
5 Sama heimild, bls. 26.