Saga - 2002, Page 186
184
GUÐNI TH. JÓHANNESSON
flokkakerfi veikum fótum og almenningur var alls ekki viss um
kosti slíks stjórnarfars. Mazower afneitar þess vegna þeirri við-
teknu skoðun að siðmenntaðir Evrópubúar hafi viljað lýðræði en
orðið fórnarlömb öfgamanna og ofstækisfullra kenninga þeirra.
Þetta er fersk sýn á þaulkannaða sögu og fær mann til að forðast
þá niðurstöðu að það versta, sem gat hugsanlega gerst, hafi átt sér
stað í Evrópu á fyrri hluta tuttugustu aldar. Sagan hefði ekki að-
eins getað orðið mun betri, eins og sagnfræðingum hefur verið
gjarnt að álíta, heldur hefði hún líka getað orðið mun verri.6
Þáttur Mazowers um örlög Þjóðverja strax eftir seinna stríð er
eftirtektarverður. Hann bendir á þá staðreynd að 12-13 milljónir
þeirra neyddust til að flytja frá þeim löndum í Austur-Evrópu sem
nasistar höfðu annað hvort innlimað í þýska ríkið eða stjómað
með harðri hendi. Á þeim tíma höfðu fáir samúð með Þjóðverjum,
eins og vænta mátti, og Mazower segir að hundruð þúsunda
þeirra hafi látið lífið í þessum nauðungarflutningum sem svipaði
því um sumt til meðferðar þeirra sjálfra á gyðingum og öðrum
sem þeir ofsóttu. Hann heldur því meira að segja fram að kannski
hafi um tvær milljónir Þjóðverja dáið úr hungri, vosbúð og ann-
arri óáran. Það mundi þá jafnast á við helming til þriðjung þeirra
gyðinga sem fórust í helförinni.7 Reyndar er ótrúlegt að svo marg-
ir Þjóðverjar hafi látið lífið og hér er Mazower kannski að treysta
á veikar heimildir af því að þær falla að kenningu hans.
Kaflar Mazowers um árin eftir seinna stríð eru ekki jafn gríp-
andi, enda er álfan þá ekki jafn „dimm" eins og hann nefnir sjálf-
ur. Á fyrri helmingi tuttugustu aldar féllu um sextíu milljónir
manna í styrjöldum í Evrópu en á seinni helmingnum voru fóm-
arlömb slíkra átaka innan við milljón. Mazower hefur líka þann
fyrirvara að atburðarásin eftir 1945 sé varla alvöru sagnfræði,
heldur einhvers konar röð viðburða sem öðrum en sagnfræðing-
um gangi betur að útskýra.8 Þetta eru vafasöm rök sem heyrast þó
víða. Menn hafa jafnvel gengið enn lengra og frægt er að þegar
6 Farsakennda útgáfu af þessari kenningu má finna í skáldsögu breska
gamanleikarans Stephens Frys, Making History.
7 Mark Mazower, Dark Continent, bls. 220-21. Hobsbawm segir að líklega
hafi 4-5 milljónir gyðinga dáið í helförinni, ekki sex eins og áður var talið
staðfest. Harrn ítrekar þó að það breyti engu um grimmdarverkið. Eric
Hobsbawm, Age of Extremes, bls. 43.
8 Mark Mazower, Dark Continent, bls. 406 og 478.