Saga - 2002, Page 189
HÖFUM VIÐ GENGIÐ TTL GÓÐS?
187
Bretlandi megi að sumu leyti rekja til þess að eyjaskeggjar lesi of
mikið um valdaskeið Hitlers. Breskir sögukennarar hafa tekið
undir þetta og sumir segja í hálfkæringi að vonandi berist þær
fréttir bráðum til Bretlands að seinni heimsstyrjöldinni sé lokið.14
Það er tiltölulega auðvelt að fella dóma yfir nasistum og öðrum
sem gerðu sig seka um ýmis ódæði á tuttugustu öldinni. En hvað
með þá sem voru að berjast í nafni frelsis og mannréttinda? Þá fer
leikurinn að vandast, hvort sem menn skrifa um hafnbannið á
Þjóðverja eftir fyrra stríð, loftárásirnar á Þýskaland í seinna stríði,
Hírósíma og Nagasakí, morð bandarískra hermanna á þorpsbú-
um í Víetnam og svo mætti lengi telja. Glover virðist gera þann
greinarmun að þeir séu betri menn sem viðurkenni að aðgerðir
þeirra séu umdeilanlegar eða þeir hafi samviskubit vegna þeirra.15
Við vitum til dæmis að breskir valdhafar veltu vöngum yfir því
hvort það væri réttlætanlegt að varpa sprengjum á íbúðahverfi í
þýskum borgum en Hitler og Göring var sama um mannfall ó-
breyttra borgara í loftárásum á Bretland.
Glover nefnir líka þá geysilegu tæknivæðingu sem varð á tutt-
ugustu öldinni. Við upphaf hennar gat einn maður lagt eld að
kveikiþræði og valdið dauða hundraða manna, kannski þús-
unda í mesta lagi. Síðar á öldinni gátu einstaklingar haft örlög
hundruða þúsunda í hendi sér, í bókstaflegum skilningi.16 Menn
hafa þess vegna fjarlægst fórnarlömbin. Börn deyja í loftárásum
á borgir en þeir, sem sleppa sprengju úr háloftunum, sjá það ekki
og í samviskusögu sinni bendir Glover á að þeir væru tæplega
reiðubúnir að myrða börnin, augliti til auglitis.
Minna um meira
Mark Mazower fjallar um sögu Evrópu og Jonathan Glover er
einnig mest á þeim slóðum. J.M. Roberts er hins vegar að segja
sögu allrar heimsbyggðarinnar í sinni bók, líkt og höfundarnir
sem skrifa í yfirlitsrit Howards og Louis. Þessi verk eru auk þess
ólík bókum Glovers og Mazowers að því leyti að um fleira er
14 Economist 3. nóvember 2001, bls. 35 („Achtung! Too many Nazis"). - John
O'Farrell, „Heard the news? The war is over", Guardian Unlimited, 7. júní
2000, <http://www.guardian.co.uk>.
15 Jonathan Glover, Humanity, bls. 86.
16 Sama heimild, bls. 64-112.