Saga - 2002, Page 190
188
GUÐNITH. JÓHANNESSON
fjallað en ódæði, stjómmál og stríð. Slík efnistök styrkja bæði og
veikja veraldarsögumar. Mesti gallinn, sem reyndar er óumflýjan-
legur, er sá að höfundarnir geta tæplega sagt nógu mikið um allt
sem þeir taka fyrir. Þeir stikla yfirleitt frá einu atviki eða efnisþætti
til annars án þess að staldra við og fara yfir ýmis álitamál. Kostur-
inn hér er hins vegar sá að menn hafa í höndunum traust yfirlit
um helstu atburði aldarinnar og geta flett upp á fjölmörgum ártöl-
um, mannanöfnum og atriðisorðum. Þá eru höfundamir það
reyndir í fræðunum að engin hætta er á mörgum staðreyndavill-
um eða sláandi mistúlkunum.
Annar kostur felst í flóttanum frá stríði og stjómmálum, ef svo
má segja. Vissulega skiptu styrjaldir sköpum á tuttugustu öld. í ís-
landsklukkunni tók Jón Grunnvíkingur efni íslendingasaganna
saman í eina setningu: „Bændur flugust á". Svipað má segja um
nýliðna öld, að þjóðir hafi flogist á.17 En yfirlitsrit um tuttugustu
öldina geta ekki staðið undir nafni nema menn gefi fleiru gaum.
Það er til dæmis athyglisvert að í riti Howards og Louis er sagt frá
helförinni í nokkrum setningum og er fleiri orðum varið í efni eins
og Alþjóðabankann, impressjónisma og olíuverð.18 Kannski erum
við líka of nálægt atburðunum til þess að leggja mat á mikilvægi
þeirra. Arthur C. Clarke mun hafa sagt að eftir mörg hundruð ár
þyki jarðarbúum það eitt merkilegt við tuttugustu öldina að þá
steig maðurinn fyrst fæti á tunglið. Roberts minnist á könnun
geimsins og Howard og Louis sömuleiðis þótt stuttaralega frá-
sögn í þeirra verki sé að finna í sérstakri atburðaskrá.19 Þá gerir
Roberts vísindum og hagþróim viðunandi skil í nokkrum köflum.
Menning og listir verða þó næstum alveg út undan og er það mið-
ur. Juans Peróns er til dæmis getið en Elvis Presley sést hvergi. Og
Leopold Belgíukonungur kemur tvisvar við sögu en Bítlarnir
aldrei. Samt er öruggt að tónlistarmennimir þekkjast betur, höfðu
meiri áhrif á líf fleiri manna og voru að því leyti „merkilegri". Hér
stóðu Louis og Howard sig ögn betur í efnisvali.
17 Sigmundur Emir Rúnarsson, „Og þjóðir fjjúgast á", DV 22. desember 2001.
18 Michael Howard, „Europe in the Age of the Two World Wars", í Michael
Howard og Wm. Roger Louis, The Oxford History of the Twentieth Century,
bls. 114.
19 J. M. Roberts, Twentieth Century, bls. 572-73. Adolf Wood og W. Travis
Haines III, „Chronology", í Michael Howard og Wm. Roger Louis, The
Oxford History ofthe Twentieth Century, bls. 403-31.