Saga - 2002, Page 191
HÖFUM VIÐ GENGIÐ TIL GÓÐS?
189
Það er á ýmsa vegu tímanna tákn að í báðum þessum aldarsög-
um er vikið að stöðu kvenna. Þetta var ekki gert fyrir hundrað
árum í yfirlitsritum um nítjándu öldina svo segja má að breyting-
in sé til batnaðar. Á hinn bóginn sýnir umfjöllunin sömuleiðis að
jafnréttisbaráttunni er hvergi nærri lokið. „Konur" eru sérstakt
uppflettiorð í atriðisorðaskrá beggja bókanna, svipað og kapítal-
ismi, Ku Klux Klan eða Helmut Kohl. „Karla" er auðvitað ekki að
finna sem uppflettiorð í skránum. Verður þetta breytt eftir önnur
hundrað ár?
Fróðlegt er hvernig kaflahöfundar í verki Howards og Louis
geta allir fært rök að því að eigið umfjöllunarefni hafi verið mark-
verðast í aldarsögunni. William McNeill segir mestu umskipti ald-
arinnar hafa falist í fjölgun mannkyns og fólksflutningum frá
sveitum til borga. Steven Weinberg bendir hins vegar á uppgötv-
un kjamorkunnar í kafla um eðlisfræðina og John Maddox segir í
frásögn af aukinni þekkingu mannsins á sjálfum sér að vitneskja
um gerð erfðaefnisins, DNA, hafi valdið jafn miklum tímamótum
og sú uppgötvun Kópemíkusar á sextándu öld að sólin er í miðju
sólkerfisins. Robert Skidelsky segir svo í kafla sínum um hagkerfi
heimsins að efnahagslegt misrétti setji mark sitt á öldina öðru
fremur en í umfjöllun um menningarstrauma aldarinnar telur
Alan Ryan að „vesturvæðing" mannkyns hafi verið mikilvægust.
I mannkynssögu tuttugustu aldar hljóta Vesturlönd að vera
höfð í fyrirrúmi. Þar gerast helstu breytingar í vísindum og
„heimsmenningin" er vestræn. Heimsbyggðin öll er nú undir
áhrifum hins vestræna heims og gildir þá einu hvort rætt er um
efnahagsmál, tækni eða menningu.20 Lfndir lok aldarinnar vakti
dauði Díönu prinsessu til að mynda meiri athygli um allan heim
en nokkur svipaður atburður á seinni árum, og miklu meiri en
viðlíka tíðindi hefðu nokkru sinni getað gert undir lok nítjándu
aldar.21 Styrjaldirnar tvær, sem settu mark sitt á alla heimsbyggð-
ina, voru í fyrstu evrópsk átök en ollu straumhvörfum víða ann-
ars staðar.22 Og sama má segja um helstu einræðiskenningar ald-
20 Alan Ryan, „The Growth of a Global Culture", í Michael Howard og Wm.
Roger Louis, The Oxford History ofthe Twentieth Century, bls. 64.
21 Sjá Susan J. Hubert, „Ien Ang".
22 Sjá t.d. Akira Iriye, „East Asia and the Emergence of Japan, 1900-1945", í
Michael Howard og Wm. Roger Louis, The Oxford History ofthe Twentieth
Century, bls. 142.