Saga - 2002, Síða 192
190
GUÐNITH. JÓHANNESSON
arinnar, fasisma/nasisma og kommúnisma. Á tuttugustu öldinni
skiptu atburðir á Vesturlöndum sköpum fyrir heimsbyggðina alla.
Áhersla á þann hluta heimsins er því skiljanleg. Hitt er annað mál
að saga annarra landa og þjóða má ekki vera sögð frá vestrænu
sjónarhomi einu saman. Víðlesin skrif Edwards Saids um oriental-
isma, eða „austurlensku", draga þetta vel fram og oft öðlast sagn-
fræðingar nýja sýn á þann veruleika sem þeir em að fást við ef
þeir taka af sér vestrænu „gleraugun".23 Öldin vestræna gæti engu
að síður verið gott nafn á tuttugustu öldinni. Ameríska öldin á
einnig við, einkum um seinni hlutann.24
Svartsýni Hobsbawms
Á tuttugustu öld varð hagkerfi heimsins mun samofnara en áður
þekktist. Ólík þjóðfélagskerfi eru vitaskuld ennþá til en Big Mac
fæst í Mekka og Adidas og Nike em þekkt vörumerki í suðaustur-
hluta Asíu, þótt ekki væri nema vegna þess að verkamenn - og
jafnvel böm - vinna þar við að búa til varninginn. Við nýliðin
aldamót var helst hægt að líkja hagkerfi mannkyns við heims-
kapítalisma, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr og hvort
sem menn töldu að hann entist til frambúðar eða ekki.25
Eric Hobsbawm er í hópi efasemdarmanna. Rit hans er elst
þeirra sem hér er rætt um og vakti mikla athygli þegar það kom út
árið 1994. Öld öfganna er veraldarsaga af sama tagi og rit Roberts
og Howards og Louis. Hobsbawm segir stjórnmálasögu tuttug-
ustu aldar með öllum styrjöldunum og einræðiskenningunum en
bætir líka við köflum um listir og menningu, vísindi og hagsögu.
Öll er frásögnin skemmtileg aflestrar. Hins vegar er augljóst að
Hobsbawm hefur ákveðnar og umdeildar skoðanir. Lengst af öld-
inni var hann virkur kommúnisti og þótt bók hans staðfesti fyrst
og fremst að hann er öflugur fræðimaður gefur hún líka til kynna
23 Sjá Edward Said, Orientalism, og Connelly, „Taking Off the Cold War
Lens", bls. 739-69.
24 Henry Luce, ritstjóri Time, mun hafa notað þá lýsingu fyrstur manna. Sjá
Hugh Brogan, „The United States, 1900-1945", í Michael Howard og Wm.
Roger Louis, The Oxford History ofthe Twentieth Century, bls. 131.
25 Robert Skidelsky, „The Growth of a World Economy", í Michael Howard
og Wm. Roger Louis, The Oxford History ofthe Twentieth Century, bls. 50-62.
Sjá eirrnig Walter LaFeber, Michael Jordan.