Saga - 2002, Blaðsíða 194
192
GUÐNITH. JÓHANNESSON
Sagan við aldarlok
í vísindum og fræðum er sjálfsöryggi nítjándu aldar löngu horfið
og efahyggja orðin miklu sterkari. í sagnfræði hefur sú breyting
orðið til góðs en dofni hugtökin sannleikur og staðreynd um of er
voðinn þó vís. Glover nefnir sýndarréttarhöldin í Moskvu þar sem
sovéski saksóknarinn Vishinskí sagði að algild sannindi væru ekki
til og í góðri bók, sem skrifuð hefur verið gegn grófustu kenning-
um póstmódernista, minnist höfundurinn, Richard J. Evans, á
sögufalsanir Davids Irvings í sambandi við helförina.30 En hvort
sem menn afneita skefjalausri efahyggju póstmódernismans eða
ekki er ljóst að sagnfræðingar okkar daga hafa mun meiri vara á
sér um framtíðina en forverar þeirra við upphaf tuttugustu aldar.
William Roger Louis segir að núna dreymi enga um fyrirmyndar-
ríki án átaka og ofbeldis, líkt og menn sáu í hillingum við upphaf
tuttugustu aldar.31 Og Glover hefur hörmungasögu sína á því að
fullyrða að við lok tuttugustu aldar sé óraunhæft að vona að sið-
menntaðar þjóðir hljóti að lúta algildum siðferðislögmálum og
mannkynið sé stöðugt á leið til betra og réttlátara lífs.32
Annars verður fróðlegt að sjá hvernig sagnfræðingar við upphaf
næstu aldar munu líta liðna tíð. Nú um stundir þykir alls ekki
óeðlilegt að gagnrýna nýlendustefnu Evrópuríkja á nítjándu öld
og blása á þau tyllirök að menn hafi verið að bæta hag manna í
þriðja heiminum. Nýlenduveldin höfðu fyrst og fremst eiginhags-
muni að leiðarljósi og sagnfræðingar segja það fullum fetum; til
dæmis Mazower í sinni bók og Louis kallar harðstjóm Vestur-
velda „villimannslega" en slíkar lýsingar sáust ekki í ritum fræði-
manna frá Oxford fyrir einni öld eða svo.33 Hvað verður kallað
„villimannslegt" eftir hundrað ár sem þótti réttlætanlegt eða
nauðsynlegt á tuttugustu öldinni? Nokkru eftir seinni heimsstyrj-
30 Jonathan Glover, Humanity, bls. 277-78. - Richard J. Evans, In Defence of
History, bls. 300.
31 Wm. Roger Louis, „The Close of the Twentieth Century", í Michael
Howard og Wm. Roger Louis, The Oxford History ofthe Twentieth Century,
bls. 321. .
32 Jonathan Glover, Humanity, bls. 1.
33 Mark Mazower, Dark Continent, bls. 213. - Wm. Roger Louis, „The Europe-
an Colonial Empires", í Michael Howard og Wm. Roger Louis, The Oxford
History ofthe Twentieth Century, bls. 94.