Saga - 2002, Síða 195
HÖFUM VIÐ GENGIÐ TIL GÓÐS?
193
öldina velti einn þeirra Breta, sem skipulögðu loftárásimar á
þýskar borgir í stríðinu, því fyrir sér hvaða augum fólk liti þær í
framtíðinni. Hann hafði komist að því að unnt væri að fella sem
flesta með því að varpa sprengjunum á verkamannahverfi frekar
en hús efnafólks sem stæðu meira á strjáli:
Það má vel vera, hugsa ég, að einhvem tímann í framtíðinni
muni fólk, sem býr í mannúðlegra þjóðfélagi en við gerum í dag,
skoða skýrslur okkar og taka eftir að við gerðum svona útreikn-
inga; vel menntaðir menn miðað við það sem gerðist og gekk,
tiltölulega bijóstgóðir og oft mjög tilfinningaríkir. ... A fólk eft-
ir að segja að við höfum verið skepnur í mannsmynd? Verður
sagt að við höfum látið mannlegar tilfinningar lönd og leið?
Fólk mim hafa allan rétt til þess.34
í frásögn sinni af nauðungarflutningum Þjóðverja eftir seinni
heimsstyrjöld bendir Mark Mazower á að þótt menn hafi auðvit-
að vitað af þeirri illu meðferð, sem fólkið sætti, hafi að mestu ver-
ið þagað yfir henni allt til okkar daga. Kannski það breytist á
þeirri öld sem nú er gengin í garð. Sigurvegaramir skrifa söguna
~ en þó aðeins fyrstu útgáfu. Og fleira má nefna; kynþáttamisrétti,
kynjamisrétti, trúarbragðadeilur eða svo mikla misskiptingu auðs
í heiminum að offita er viðurkennt vandamál á Vesturlöndum en
hungur dregur fólk til dauða víða annars staðar. í dag þykir mörg-
um þetta afsakanlegt eða skiljanlegt en hver veit nema sagnfræð-
ingar framtíðarinnar líti sömu augum á óréttlætið og þeir sem nú
kalla nýlendustefnu nítjándu aldar villimannslega. Og hver veit
nema harðstjórar tuttugustu aldar, Hitler, Stalín, Maó og margir
fleiri, hljóti einhvers konar uppreisn æru í framtíðinni. Peter
Wiseman, prófessor í fomaldarsögu við Exeterháskóla, hefur bent
á að margir sagnfræðingar hafi að imdanfömu keppst við að bæta
orðspor ýmissa rómverskra keisara, þrátt fyrir traustar samtíma-
heimildir um ódæðisverk þeirra.35 Auðvitað er miklu lengra um
liðið í því tilviki en kannski gætir þessarar tilhneigingar vegna
þess að sagnfræðingar eru alltaf að keppast við að endurskoða
söguna, veita nýja sýn og komast að öðrum niðurstöðum en þeir
sem á imdan fóm. Eftir hundrað ár eða jafnvel nokkra áratugi
34 Sjá Jonathan Glover, Humanity, bls. 80.
35 Adrian Berry, „Historians find tyrants hard to believe", Electronic Telegraph,
30. ágúst 1996, <http://www.telegraph.co.uk>.
13-SAGA