Saga - 2002, Page 202
200
JÓN GUÐNASON PRÓFESSOR
drjúgan hluta af nýrri forystusveit íslenskra sagnfræðinga. Jón
Guðnason stóð framarlega í þessari sveit.
Jón var fæddur 31. maí 1927 í Reykjavík, sonur Guðna Jónsson-
ar, prófessors í íslandssögu við Háskóla íslands, og fyrri konu
hans, Jónínu Margrétar Pálsdóttur. Jón lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið 1947 og hóf síðan sagnfræði-
nám við Kaupmannahafnarháskóla. Þar las hann í þrjú ár en sneri
þá heim og nýtti sér nýfengið tækifæri til að ljúka kandídatsprófi
í sögu heimsins og íslendinga, ásamt landafræði sem aukagrein,
árið 1957. Þá hafði hann þegar tekið við fullu starfi í Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar, var stundakennari þar 1953-55 og fastráðinn
kennari 1955-68. Frá 1963 kenndi hann í stundakennslu við
Menntaskólann í Reykjavík og flutti sig alfarið þangað árið 1968.
Sama ár byrjaði hann að kenna sagnfræði við Háskóla íslands og
var settur kennari þar í leyfi frá Menntaskólanum 1971-74. Þá tók
hann við nýju lektorsstarfi í nútímasögu sem hann byggði upp frá
grunni. Auk grunnnámskeiðs í samtímasögu kenndi hann mikið á
framhaldsstigi í sagnfræði og leiðbeindi fjölda stúdenta við loka-
ritgerðir. Jón hlaut framgang í stöðu dósents árið 1977 og prófess-
ors 1988, en stöðunni gegndi hann til 1990, þegar hann lét af störf-
um vegna heilsubrests.
Þetta er dæmigerður starfsferill þeirra örfáu manna af kynslóð
Jóns Guðnasonar sem brutu sér leið til vísindastarfa í mannlegum
fræðum. Til þess þurftu flestir að hafa elju til að skrifa bækur með-
fram kennslu í að minnsta kosti einum skóla, helst tveimur. Jón
hóf feril sinn með því að taka þátt í að skrifa fjölbindaverk um
mannkynssögu sem Mál og menning hafði hleypt af stokkunum
af mikilli bjartsýni árið 1943. I hlut Jóns kom byltingatímabilið
1789-1848, og gaf hann út myndarlega bók um það árið 1960.
Tveimur árum síðar kom út eftir hann um 60 blaðsíðna afmælisrit
Verkfræðingafélags íslands. Þá sneri hann sér að ævisögu Skúla
Thoroddsen, sýslumanns og stjórnmálaleiðtoga, og skrifaði hana í
tveimur bindum sem komu út á árunum 1968 og '74, rúmar þús-
und blaðsíður alls. Á fyrstu árunum við Háskólann dró Jón sam-
an mikið efni í sögu tæknibyltingarinnar á íslandi, allt fram á líð-
andi stund'. Um það efni sendi hann frá sér fimm fjölrituð hefti
undir titlinum Verkmenning íslendinga á árunum 1974-75, um
landbúnað, sjávarútveg, fjarskipti, raforku og vegamál. Þetta er
ómetanlegt brautryðjandaverk í Islandssögu en helst til skammt