Saga - 2002, Page 203
JÓN GUÐNASON PRÓFESSOR
201
unnið víða og mikill skaði að höfundur skyldi ekki búa til úr því
bók. Ég veit ekki hvers vegna Jón lét þennan þráð falla, en ekki var
það af því að dugur hans til ritverka væri á þrotum. Næst skráði
hann stjómmálasögu Einars Olgeirssonar alþingismanns í tveim-
ur samtalsbókum, íslandi í skugga heimsvaldastefnunnar, 1980, og
Kraftaverkum einnar kynslóðar, 1983. Fjórum árum síðar, 1987, kom
út enn ein samtalsbók Jóns, Brimöldur. Frásögn Haralds Ólafssonar
sjómanns. Enn skrifaði Jón um sögu íslenskra atvinnuskipta bók-
ina Umbylting við Patreksfjörð 1870-1970, sem kom út í Ritsafni
Sagnfræðistofnunar árið 1993.
Allar eru bækur Jóns prýðisgóðar aflestrar, en mér finnst Brim-
öldur vera skemmtilegust og sú sem mest nýjung er að. Nú væri
hún kölluð einsaga. Haraldur Ólafsson var afbragðsgóður fulltrúi
þeirrar kynslóðar sem bar uppi þéttbýlisþróun íslendinga og flutt-
ist úr sveitarörbirgð í kaldranalegt erfiðisvinnulíf í Reykjavík, sem
bauð þó upp á stórum meiri möguleika. Meðal annars kunni Har-
aldur að segja frá svo hörðum uppvaxtarheimi að minnir á
Tryggva Emilsson í uppvaxtarsögu hans, Fátæku fólki, sem mörg-
um þótti með ólíkindum. Og Jón kunni að skrá slíkar sögur af
hljóðlátu æðruleysi, þannig að þær njóta sín til hlítar. „Svona var
nú það," er einhver harðasti dómurinn sem Haraldur fellir um
gerðir samferðafólks síns.
Samhliða bókunum skrifaði Jón margar greinar í tímarit. Hér í
Sögu birtust eftir hann meðal annars grein um stjórnarmyndunina
1911 og deilur um þingræði sem tengdust henni (1978), um bar-
áttu íslenskrar alþýðu fyrir að fá kaup sitt greitt í peningum en
ekki vöruúttektum (1985), og um notkun munnlegra heimilda
(1989).
í síðasttöldu greininni miðlaði Jón af reynslu sinni við að búa til
bækur úr frásögnum þeirra Einars Olgeirssonar og Haralds Ólafs-
sonar. Leiðbeiningar hans hygg ég að séu í mörgum atriðum sí-
gildar og ættu að vera skyldulesning allra sem þjálfa sig til slíkra
starfa. Um leið eru þær skemmtilega persónulegar, minna sterkt á
höfund sinn og sýna hvað hann bjó yfir glöggum mannskilningi.
Grípum aðeins ofan í greinina (19):
Fyrsta boðorðið er að fara sér að engu óðslega og hafa nokkurn
aðdraganda að skráningunni hvort sem hún er hljóðrituð eða
skrifuð upp. Vel fer á því að skrásetjari og sögumaður taki sér
góðan tíma áður en þeir setja sig í stellingar, fái sér kaffisopa,