Saga - 2002, Síða 208
206
EINAR MÁR JÓNSSON
orðið metsölubækur í hinum enskumælandi heimi og reyndar
víðar. Hið fyrra er greinasafnið The Invention ofTraditio^i, sem Eric
Hobsbawm og Terence Ranger ritstýrðu og kom út 1983, og hið
síðara The Past is a Foreign Country eftir David Lowenthal, sem
birtist 1985.1 Bæði þessi rit hafa verið endurprentuð margsinnis,
og auk þess virðist mér fyrra ritið hafa nánast orðið eins konar
„biblía" stúdenta í ýmsum greinum félagsfræða og talið boða
lokasannleikann um það sem þar er fjallað um. Því verður að telja
athyglisvert að skoða öll þessi rit í ljósi hvers annars.
Horfinn veruleiki
Eins og nafnið bendir kannske til spannar The Past is a Foreign
Country mun víðara svið en fyrra ritið, og reyndar svo vítt, að
erfitt er að finna hreinar og skýrar línur í verkinu. Oft er eins og
fyrir höfundi vaki að safna saman sem allra mestu efni, eins og
væri augljóslega við hæfi ef menn vildu semja leiðarvísi um eitt-
hvert torkennilegt land og býsna viðsjárvert, persónuleg hugsun
og yfirsýn virðist jafnvel hverfa fyrir tilvitnunum í allar áttir sem
haugað er upp í sífellu, slegið er úr og í og fyrir kemur að eitt virð-
ist reka sig á annað. Eigi að síður setur höfundur fram, með mörg-
um dæmum og rökum, skýra og ákveðna mynd af „fortíð" sem
slíkri, hlutverki „fortíðarinnar" í „nútíma" og viðhorfum manna
til hennar, þótt hún sé reyndar ekki með öllu laus við mótsagnir.
Svo er að sjá að í augum höfundar hafi tíminn eimmgis eina
vídd, þar berist allir hlutir áfram í sömu átt og eyðist í sífellu, hægt
en örugglega. Þannig er fortíðin eins og ljósmynd, sem er nokkuð
skýr allra fyrst en dofnar svo smám saman og rennur saman í eitt,
sífellt stærri hlutar hennar mást í burtu, uns svo er komið að lok-
um að hún er með öllu horfin. En þessi samlíking - sem er reynd-
ar ekki tekin úr verkinu sjálfu heldur sett hér fram til að gefa til
kynna þá tilfinningu sem maður fær við lestur þess - er þó mjög
ófullkomin. Ljósmynd er nefnilega nokkurs konar vélræn endur-
speglun einhvers veruleika, því hún sýnir það sem var til staðar
fyrir framan ljósop myndavélarinnar, og meðan einhverjir drættir
1 The Invention of Tradition. Ritstjórar, Eric Hobsbawm og Terence Ranger
(Cambridge, 1983). - David Lowenthal, The Past is a Foreign Country (Cam-
bridge, 1985).