Saga - 2002, Side 210
208
EINAR MÁR JÓNSSON
Mynd manna af fortíðinni sé því oft ekki annað en þeirra eiginn
hugarburður um það hvernig fyrri tímar hafi átt að vera, ef hún er
þá ekki sundurlaus óskapnaður, þar sem allt rennur saman, jafn-
vel hin ýmsu tímaskeið, og ekkert lifandi samhengi eftir.
„Fortíðarþrá" og „fortíðarleikur"
Eigi að síður hafa menn áhuga á fortíðinnni, þeir vildu jafnvel
gjaman geta horfið aftur til hennar, og er þessi „fortíðarþrá" eitt
aðalviðfangsefni verksins. En af orðum höfundar má einna helst
ráða að hún sé einkum byggð á ýmiss konar misskilningi. Menn
sjá t.d. í hillingum þá veröld sem var þegar þeir voru ungir, hafa
dálæti á bók sem þeir lásu á þeim tíma, lagi sem þeir heyrðu og
öðm slíku, og þeim finnast sams konar hugverk seinni tíma
kannske lítilfjörleg í samanburðinum, en það sem þeir þrá er ekki
bókin sjálf eða lagið heldur þeir sjálfir á unga aldri að lesa eða
hlusta á tónlist. Þannig sé sú fortíð sem menn mikla fyrir sér, hvort
sem hún er tímasett á þeirra eigin æfiskeiði eða enn eldri, víðs-
fjarri öllum veruleika, þar er alltaf gott veður og hvorki hungur né
basl og jafnvel erfiðleikarnir eru umluktir einhverri töfrabirtu. í
stuttu máli er hún tími án lífsháska og án ábyrgðar, því þar er allt
klappað og klárt. Og ef menn vilja hverfa aftur til einhvers fyrri
tíma sjá menn sig að sjálfsögðu jafnan á skjólbestu stöðunum, -
þeir eru greifar og hertogar en alls ekki neinir búandkarlar
„Fortíðarþráin" getur tekið á sig margs konar myndir, og nefnir
höfundur m.a. dæmi um það þegar menn hafa reynt að endurgera
bústaði frá fyrri öldum til að geta lifað þar eins og menn gerðu þá.
En slíkt verður aldrei annað, að hans dómi, en marklaus og skop-
legur leikur: menn vilja gjarnan lifa að hætti 17. aldar manna, en
vitanlega kemur ekki til greina að vera án tampax ... Og mönnum
brygði vafalaust í brún, ef þeir ættu að standa andspænis „raun-
verulegum" 17. aldar mönnum, tannlausum, afmynduðum af
bólusótt og harla óþrifalegum. Ef menn reyna að leika atburði for-
tíðarinnar, styrjaldir og slíkt, í sínum raunveruleika, verða þeir
langdregnir og leiðinlegir. Menn vilja endurheimta fortíð, en sú
fortíð sem menn sækjast eftir er sótthreinsuð og þvegin, og um-
fram allt spennandi. „Fortíðarleikurinn" getur jafnvel tekið á sig
hinar fáránlegustu og hlálegustu myndir. Menn setja á svið bar-
dagann í Waterloo fyrir túrhesta kvöld eftir kvöld og reyna að