Saga - 2002, Side 211
SKAMMHLAUP
209
hafa allt sem nákvæmast, þar vantar ekki hnapp á einkennisbún-
ing, en vegna Fransmannanna í hópnum fær Napóleon að vinna
eitt kvöldið ... í sinni öfgafyllstu mynd sé ,/ortíðarþráin" eðlilegu
mannlífi til trafala: alls kyns minjar, sem menn vilji varðveita,
standi í vegi fyrir nýsköpun og þróun, og gamlar venjur kæfi
sköpunarmáttinn. Það liggur í augum uppi, að í þessari kenningu
um fortíðina er enginn staður fyrir neitt sem kalla mætti „skamm-
hlaup milli tíma": fortíðin er horfin og fjarlægist sífellt meir - hún
er því fjarlægari sem lengri tími er liðinn - og milli hennar og nú-
tímans er engin brú nema einhverjar sundurlausar minjar, textar
og munir, sem verða sífellt marklausari eftir því sem liðinn tími
hverfur lengra í burtu í fjarskann.
Nú kynnu einhverjir að andæfa þessum kenningum og halda
því fram að til séu lifandi hefðir og arfur frá fortíðinni sem skapi
annars konar tengsl milli tíma og séu enginn hemill á mannlífi,
þvert á móti. En slíkum mótbárum hafði þegar verið svarað í rit-
gerðasafninu The Invention of Tradition sem Lowenthal vitnar
reyndar í: það sem menn halda að séu gamlar hefðir hefur oftar en
ekki verið búið til frá rótum á einhverjum ákveðnum en til þess að
gera nýlegum tíma og í einhverjum dularfullum og ljósfælnum til-
gangi, ef ekki til að æsa upp þjóðernishvöt þá a.m.k. til að skapa
markað fyrir tilbúna „þjóðbúninga" og annað eftir því. Dæmi um
slíkt er einkum og sér í lagi að finna í fyrstu ritgerðinni í safninu,
sem fjallar um „hefðir" hálendinga í Skotlandi og gefur tóninn.
Höfundurinn, Trevor-Roper, heldur því fram að það hafi aldrei
verið til neinir sérstakir „hálendingar", eins og þetta heiti er nú
venjulega skilið: áður fyrr hafi íbúar skoska hálendisins einungis
verið gelískumælandi írar, með sams konar siði, búninga og venj-
ýr og aðrir írar, en þó svo frumstæðir og villimannlegir að jafnvel
Irar á eyjunni grænu hafi litið niður á þá, t.d. sagt að þeir losuðu
sig við misheppnaða kvæðamenn með því að senda þá öfuga til
Skotlands og annað eftir því. Má væntanlega af því dæma hvílík
mannhrök þessir hálendingar hafi verið. Þeir hafi líka mestmegn-
is lifað á ráni og rupli, og verið siðmenntuðum íbúum láglendis-
ins til trafala og sárrar mæðu. A 18. öld hafi menn síðan fundið
upp frá rótum alls kyns „hefðir" hálendinga og búið til mynd af
þessum mönnum, sem þá voru búnir að glata sínu sjálfstæði, í
samræmi við hugmyndir samtímans um hinn „göfuga villi-
mann". Trevor-Roper rekur síðan í löngu máli hvemig „pils há-
14-SAGA