Saga - 2002, Page 212
210
EINAR MÁR JÓNSSON
lendinganna" hafi verið fundið upp á þessum tíma, svo og ýmis-
legt sem því tengdist, t.d. mismunandi litamynstur, og þeirri hug-
mynd komið inn hjá mönnum, með alls kyns sögufölsunum og
blekkingum, að þannig hafi hálendingar fyrri alda klætt sig, uns
svo var komið að þetta pils var orðinn viðtekinn „þjóðbúningur"
í Skotlandi. í leiðinni afgreiðir hann James Macpherson og „kvæði
Ossians". Það liggur í augum uppi að þessi kvæði voru einfald-
lega falsanir, segir hann: hálendingamir höfðu enga sjálfstæða
bókmenntahefð.
Nú virðast hugmyndir af þessu tagi vera nokkuð útbreiddar
meðal fræðimanna, ekki síst í umræðum um „þjóðernismál". í riti
einu sem mikið er vitnað í og fjallar m.a. um menningarlegan
grundvöll þjóðernis, má t.d. lesa: „Hægt er að endurvekja dauð
tungumál, finna upp hefðir", en þessari undarlegu staðhæfingu
fylgja engin rök, engin dæmi, eins og slíkt sé þarflaust og verið sé
að vísa til alþekktra staðreynda.2 Sjálfsagt mætti finna margar
fullyrðingar af þessu tagi, og á meginlandinu ganga slíkar kenn-
ingar ljósum logum í blaðaskrifum.
Víðara sjónarhorn
En þegar rýnt er nánar í einstök atriði, þola kenningamar samt illa
gagnrýni, og auðvelt er að finna á þeim snögga bletti. Það myndi
sennilega vefjast fyrir mönnum að finna mjög mörg dæmi um að
dauð tungumál hafi verið endurvakin á þennan hátt, og þau
dæmi sem eru til staðar eru svo sérstök hvert um sig að lítið er
hægt að alhæfa út frá þeim, a.m.k. ekki eins og ofangreindur höf-
undur virðist gera. Svipuðu máli gegnir um fullyrðingu hans um
„hefðir", þótt það sé flóknara mál. Ekki er rétt að lasta þau tvö rit
sem hér em á dagskrá, þau eru merkileg hvort á sínu sviði, en eigi
að síður er hægt að benda þar á undarlegar villur, einfaldanir og
einhæf sjónarhorn sem skekkja myndina.
Ef litið er á hinar ýmsu ritgerðir í The Invention ofTradition kem-
2 Emest Gellner, Nations and Nationalism (Oxford, 1983), bls. 56. Bókin kom
reyndar út sama árið og The Invention of Tradition, þannig að svo er að sjá
að hugmyndir af þessu tagi liggi í loftinu. Þess ber þó að gæta, að grein-
amar í þessu síðastnefnda ritgerðasafni voru upphaflega fyrirlestrar á ráð-
stefnu sem haldin var áður.