Saga - 2002, Blaðsíða 214
212
EINAR MÁR JÓNSSON
til að taka upp enska tungu, t.d. með enskumælandi skólum, en
nú voru aðrir sérsiðir hálendinga bannaðir, m.a. klæðaburður
þeirra, sekkjapípuleikur og slíkt. Þessi kúgim leiddi til þess að hið
sérstæða þjóðfélag hálendisins leystist upp á stuttum tíma.
Nú hafa mannfræðingar stundum haldið fram þeirri kenningu,
að þegar vegið sé að einhverju sem er grundvallaratriði í persónu-
leika manna eða félagshóps, trúarbrögðum, tungumáli, siðum og
slíku, reyni þeir að halda dauðahaldi í eitthvað sem líti sakleysis-
lega út, og von er til að þeir fái að vera í friði með, eða finna eitt-
hvað upp af því tagi í staðinn fyrir það sem verið er að uppræta.
Slík viðleitni getur tekið á sig margvíslegar myndir, t.d. leiðir það
stundum af hlutarins eðli að ýmislegt það sem menn ríghalda í á
þennan hátt er í annarra augum ekki annað en sérviskulegt smá-
atriði. Því er mjög freistandi að líta á þessar „uppfinningar hefða"
í Skotlandi á seinni hluta 18. aldar sem fyrirbæri af slíku tagi: há-
skosk menning var að verulegu leyti liðin undir lok eftir ofsóknir
Englendinga, en banninu við sekkjapípuleik og sérstökum klæða-
burði var fljótlega aflétt, og þá gripu menn fegins hendi það sem
varðveist hafði og leyfilegt var, - og prjónuðu kannske við það. í
rauninni skipti ekki máli þótt skoska pilsið væri nýlegt og runnið
undan rifjum ensks kvekara, eins og Trevor Roper bendir á, það
var allavega eldra en uppreisnin 1745 og hafði verið bannað eins
og önnur háskosk séreinkenni.
Því má nú bæta við að þetta varpar einnig ljósi á „kvæðafalsan-
ir" þær sem kenndar eru við Ossian. James Macpherson, höfund-
ur þeirra, var fæddur árið 1736 í gelískumælandi þorpi, hann
mundi þjóðfélagið eins og það var fyrir uppreisnina, á æskuárum
hafði hann orðið vitni að því þegar Englendingar fóru eldi og járn-
um yfir héraðið og hann sá hvernig háskoska þjóðfélagið riðaði til
falls. í háskólanum í Aberdeen, þar sem hann kom haustið 1752,
las hann síðan Hómerskvæði og kynntist þeim kenningum sem þá
voru ríkjandi um þann kveðskap. „Kvæði Ossians", sem hann
birti á árunum 1760-65 og kallaði þýðingar á fornum söguljóðum,
voru „falsanir" að því leyti að þau voru ekki þýðingar á neinum
ákveðnum gelískum frumtextum, en þau voru þó ekki uppspuni
frá rótum, eins og oft er látið í veðri vaka. Þau voru runnin upp úr
þeirri skosku kvæða- og sagnahefð sem Macpherson hafði fyrst
kynnst í æsku og kynntist síðan betur á ferðum sínum um hálend-
ið. Hann fór að vísu harla frjálslega með efnið, og lagaði það að