Saga - 2002, Page 215
SKAMMHLAUP
213
bókmenntasmekk aldarinnar með betri árangri en nokkurn gat
sennilega órað fyrir, en það er erfitt að segja hvað hægt er að kalla
„falsanir" í þessum vinnubrögðum, eða æfintýramennsku Mac-
phersons sjálfs, og hvað er komið úr bókmenntakenningum sam-
tímans. Það er jafnvel hægt að finna ákveðinn skyldleika milli
Macphersons og Elíasar Lönnrot, safnanda og útgefanda
„Kalevala", báðir litu aftur til Hómerskvæða, en það skilur á milli
að á tímum hins síðamefnda var textafræðunum farið að vaxa
fiskur um hrygg. Og svo er annað: á þessum tíma, þegar hryðju-
verkin eftir 1745 voru mönnum enn í fersku minni, gat það verið
nokkuð eðlilegt að líta svo á að slík vinnubrögð væru kannske
eina leiðin til að bjarga þessum sérstæðu bókmenntum inn í ver-
öld samtímans - til að forða þeim frá endanlegri glötun þyrfti að
gera þau þannig úr garði að sigurvegaramir fengju áhuga á þeim
og tækju þær upp á sína arma.
Um þetta er óþarfi að fjölyrða, en augljóst er að „uppfinning
hefða" er mun flóknara mál en fram kemur í þessu samnefnda rit-
gerðasafni, og þegar allt kemur til alls er kannske hæpið að búa til
sérstakan bás og setja á hann þennan merkimiða. Um David
Lowenthal verður varla sagt, að hann hafi ekki áttað sig á því að
„fortíðin" er allbreitt og flókið hugtak, en því fer hins vegar fjarri
að hann hafi greitt nógu vel úr þeirri flækju og dregið þær línur
sem nauðsynlegt er að draga. Þótt hann fjalli ítarlega um mismun-
andi viðhorf manna til fortíðar og sögu, t.d. ólíka afstöðu Eng-
lendinga, Bandaríkjamanna o.fl., vantar mikið á að hann geri
nógu skýran greinarmun á því sem liggur beinlínis í eðli fortíðar-
innar sem slíkrar, og hægt er að skilgreina á heimspekilegan hátt,
og svo viðhorfum og viðbrögðum sem tilheyra eingöngu fjöl-
miðlaveröld nútímans. Bardaginn við Waterloo er atburður í for-
tíðinni og sem slíkur hefur hann sína sérstöku tilveru sem hægt er
að velta fyrir sér á ýmsan hátt og frá margvíslegu sjónarhorni, en
til þess að einhverjum detti í hug að reyna að græða á því að láta
Frakka sigra í sviðsetningu bardagans fyrir túrhesta þarf nokkuð
sérstakar aðstæður og sérstakt hugarfar sem ekki er sjálfgefið að
sé alltaf fyrir hendi, og væri fremur verkefni fyrir einhverja þjóð-
félagsfræði.