Saga - 2002, Page 216
214
EINAR MÁR JÓNSSON
Gönguferðir á Ódáinsvöllum
Þetta leiðir hugann að þeirri spumingu hvort afstaða manna til
fortíðarinnar geti ekki verið með nokkuð öðrum hætti en þeim
sem fram kemur í þessum tveimur bókum í heild. Það er ekki ólík-
legt að ýmsir lesendur Davids Lowenthal reki upp stór augu þeg-
ar þeir eru búnir að fara í gegnum tæpar 370 blaðsíður og rekast
þá skyndilega á kafla með lýsingu á viðhorfi sem virðist vera í
nokkuð beinni mótsögn við flest sem á undan er komið. Þessi
mótsögn er þó kannske ekki alveg eins mikil og hún gæti virst í
fljótu bragði, því kaflinn, sem nefnist einmitt „fortíðir sem við höf-
um glatað" („pasts we have lost"),4 er nánast útúrdúr um vissa
menn fyrri alda og afstöðu þeirra til fortíðarinnar, það er að segja
tímaskyn sem höfundur álítur að sé ekki og geti ekki verið til nú
á dögum. Hartn eyðir heldur ekki ýkja mörgum orðum í það, því
áður en lýkur er hann kominn í nútímann aftur, á svipuðum nót-
um og fyrr. Þeir sem stíga hér svo óvænt fram á sjónarsviðið og
staldra þar við eina ögurstund eru menn endurreisnartímans og
næstu alda á eftir, sem þekktu fornrit Grikkja og Rómverja svo
mjög út í æsar, að þeir voru í stöðugum samræðum við höfundana
og studdust við hugsun þeirra og visku í stormum lífsins, þeir
skynjuðu þá í nánd við sig sem samtímamenn og jafnvel persónu-
lega kunningja. Um slíkt er aragrúi dæma. Petrarka skrifaði forn-
um höfundum „bréf", og sagði þar m.a. að hann lifði stundum
meira í návist þeirra en „þjófahyskisins í dag".5 Heimspekingur-
inn d'Holbach fór í langar gönguferðir í stöðugum samræðum við
Hóras, Virgil, Hómer og „alla vora göfugu vini á Ódáinsvöllum".6
David Lowenthal telur að einn galli hafi þó verið á þessu sam-
neyti, hinir fornu höfundar hafi ekki svarað Petrarka og hans lík-
um. En slíkt er að sjálfsögðu misskilningur nútímamannsins: hin-
ir fornu höfundar töluðu væntanlega ekki síður við þá en Kristur
við Don Camillo. Þannig sló þessum tveimur tímum saman, þó
nokkuð á annað þúsund ára skildi þá að, en þetta ákveðna
skammhlaup var að því leyti sérstakt að hlaupið var yfir mikla
4 David Lowenthal, The Past is a Foreign Country, bls. 369.
5 Sama heimild, bls. 373.
6 Sama heimild, bls. 374.