Saga - 2002, Qupperneq 217
SKAMMHLAUP
215
hyldýpisgjá tímans. Þær aldir sem voru á milli voru nánast dauð-
ar og ómerkar, en fomöldin lifði aftur í samtímanum, svo mjög að
menn tileinkuðu sér til hlítar „dauð" tungumál þessara forn-
manna og fóru að hugsa á þeim jafnhliða móðurmálinu. Og upp
úr þessu nána samneyti spratt endurreisnin, með öllum sínum
bókmenntum og listum, og síðan stórir þættir í menningu aldanna
þar á eftir.
Þegar menn virtu fyrir sér rústir frá fomöld og miðöldum á
rómantíska tímabilinu, var tímavíddin orðin lengri og skamm-
hlaupið því með öðrum hætti. Nú vakti þessi sýn menn til sterkr-
ar meðvitundar um fornar aldir og framvindu tímans, en þrátt
fyrir fjarlægðina fimdu menn eigi að síður fyrri tíma vakna aftur
til lífs í rústunum: í skáldlegri innlifun gátu menn jafnvel „séð"
munka og riddara miðalda í prósessíu undir oddbogahvelfingum.
Umskiptin hófust síðan í lok 19. aldar, eins og David Lowenthal
bendir á, og mögnuðust til muna um aldamótin, þegar „fútúrist-
ar" gerðu harkalega uppreisn gegn „hefðinni" og vildu afmá hana
með öllu, t.d. með því að eyðileggja minjar um fortíðina, henda
Ijóðum þegar búið væri að lesa þau einu sinni, hreinsa burtu söfn
og rífa allar gamlar borgir, - hver kynslóð ætti einungis að byggja
fyrir sjálfa sig. „Brunandi bíll er fegurri en Sigurgyðjan frá Samo-
þrake", sagði „fútúristinn" Marinetti árið 1909.7 Og í Nallanum,
sem menn voru þá farnir að kyrja við valin tækifæri á vorin,
hljómaði einnig hávær hvatning um að afmá fortíðina með öllu:
//Du passé faisons table rase". En vígorð af þessu tagi hefðu senni-
lega horfið um síðir út í veður og vind, ef ekki hefði komið til ým-
islegt verra á 20. öldinni, sem óþarfi er að rekja. Á tímum fyrri
heimsstyrjaldar gat það verið eðlilegt fyrir menn, sem höfðu enn-
þá fótfestu í klassískri hefð, að halla sér að Þúkydídesi til að skilja
hildarleikinn,8 en eftir það voru dagar hefðarinnar fljótlega taldir,
og tímaskynið breyttist eftir því. Nútímamaður kemur í gamla
kirkju og finnur þar ekki á neinn hátt fyrir fortíðinni, því síður að
hann sjái fyrir sér munka í prósessíu, heldur líður honum eins og
7 David Lowenthal, Ttie Past is a Foreign Country, bls. 380. Sbr. eirrnig Filippo
Tommaso Marinetti e il futurismo, a cura di Luciano De Maria (Milano, 2000),
bls. 6. Þar er einnig að finna aðrar yfirlýsingar fútúrista í sama stíl, með
meiru.
8 Sbr. A. Thibaudet, La Cantpagne avec Thucydide (París, 1922).