Saga - 2002, Page 218
216
EINAR MÁR JÓNSSON
„mannfræðingi sem hefur af tilviljun rekist á minni háttar helgi-
stað dauðrar menningar".9
Nú þegar stórum hlutum af stefnuskrá „fútúrista" hefur verið
hrundið í framkvæmd, kannske ekki nákvæmlega eins og þeir
hugsuðu sér, en nokkum veginn jafn rækilega, gera menn gjaman
gys að þessu ímyndaða samneyti endurreisnarmanna við forna
höfunda eða draumórum rómantískra skálda innan um brotnar
súlur, ef þeir eru þá ekki búnir að gleyma þeim líka. Allt þetta
kemur mönnum gjaman fyrir sjónir nú á dögum sem einhvers
konar hlægileg sjálfsblekking, jafnvel enn fáránlegri en það þegar
menn klæða sig að hætti 17. aldar manna til að taka þátt í einhverj-
um marklausum fomaldarleik. Er ekki fáránlegt að ímynda sér að
lausn einhverra vandamála sé að finna í rykföllnum skræðum, svo
ekki sé minnst á þá tilburði að hugsa og skrifa á dauðu tungumáli
sem er óskiljanlegt og menn þurfa að setja sig í sams konar stell-
ingar til að lesa og þeir væru að ráða krossgátu? Þetta var einung-
is leikur fyrir þá sjálfa, ef þeir skildu á annað borð hvað þeir voru
að skrifa. Buxur í stíl 17. aldar eru þó a.m.k. áþreifanlegar, þótt
þær séu afkáralegar, allt annað er ímyndun.
Endurreisn orðsins
Um þetta er í rauninni erfitt að fjalla, því nú á dögum munu þeir
færri sem hafa einfaldlega nógu mikla málaþekkingu til að geta
sett sig að gagni inn í þetta skammhlaup endurreisnartímans. Því
hefur verið haldið fram, að stórir hlutar í bókmenntum og listum
fyrri alda fari gersamlega fram hjá nútímamönnum, af því þeir
þekki ekki þetta samhengi og eru því á vissan hátt orðnir ólæsir,
en fyrir því finna menn ekki einu sinni. Það er jafnvel ekki sýni-
legt neitt tóm, sem gæfi til kynna að eitthvað sé horfið. Þess vegna
er ekki úr vegi að beina sjóninni í aðra átt, og þar er hin ýtarlega
rannsókn Sveins Yngva Egilssonar, Arfur og umbylting, hið þarf-
asta innlegg. Hún fjallar einmitt um „endurreisn" sem felur í sér
ákveðið skammhlaup tveggja tíma, en þó með talsvert öðrum
hætti, því samhengið er annað og hún hlýðir öðrum lögmálum.
9 David Lowenthal, The Past is a Foreign Country, bls. 376.