Saga - 2002, Blaðsíða 219
SKAMMHLAUP
217
Samanburðurinn gæti því varpað nokkru ljósi á fyrirbærið sjálft
með því að sýria það frá ýmsum hliðum.
Viðfangsefni höfundar er það hvemig rómantísk ljóðskáld á Is-
landi, einkum Jónas Hallgrímsson, Grímur Thomsen, Benedikt
Gröndal og Gísli Brynjúlfsson, notuðu bókmenntaarf miðalda til
þess að fjalla um viðfangsefni sem þeim fundust brýn í samtíð-
irtni, og þá jafnframt hvemig þættir úr þessum eldri tíma lifðu
aftur í kvæðum þeirra. Þetta gerir hann einkum með því að
gaumgæfa ákveðin verk, bæði verk sem eru mjög þekkt í bók-
menntasögunni nú á dögum og önnur sem eru fallin í hálfgildings
gleymsku og óréttláta að hans dómi.
Það verður ljóst þegar í upphafi, að þessi rómantísku skáld áttu
eitt sameiginlegt með mönnum endurreisnartímans nokkrum öld-
um áður: menntunin sem þau fengu var í einu og öllu klassísk, á
skólaárum sínum voru þau mettuð af anda fornrita, og var það
þeim þó engan veginn til trafala þegar þau þurftu síðan að fóta sig
í veröld samtímans, síður en svo. En þessi klassíska menntun var
tvíþætt, og fór fram á tveimur ólíkum stöðum. í skólastofunum
lásu nemendurnir grísk-rómverska höfunda, þá sömu og endur-
reisnarmenn áttu í samræðum við, Hómer, Platon, Virgil o.fl., en á
svefnloftunum lásu þeir fyrir eigin atbeina og að eigin frumkvæði
fomnorrænar bókmenntir, Eddu, Njálu og slíkt, svo og „kvæði
Ossians" í danskri þýðingu. Upp úr þessum jarðvegi, og þá eink-
um iðjunni á svefnloftunum, spratt síðan sú „endurreisn" sem
þessi skáld gengust fyrir, en þá skildust að vissu marki leiðir með
þeim og endurreisnarmönnum fyrri alda. Til þess að tileinka sér
þann norræna bókmenntaarf sem þau beittu síðan, þurftu þau
ekki að læra neitt tungumál sem þeim var framandi: verkin voru
á lifandi íslensku sem þeim hefur varla fundist mjög frábrugðin
málfari samtímans og hefðin hafði í rauninni aldrei slitnað. Eigi að
síður var um raunverulegt skammhlaup að ræða, því rómantísku
skáldin höfnuðu stórum hluta menningar aldanna á undan (rím-
um, stíl, málbeitingu og slíku), þau vildu hverfa aftur til menning-
ar miðalda og láta miðaldir á vissan hátt lifa aftur í nútímanum.
En af þessu leiddi þó að gjáin milli tímanna var ekki eins djúp og
skilyrðin fyrir endurreisn önnur: að þessu leyti var auðveldara að
brúa bilið, samræma tímana og von um að viðleitnin fengi hljóm-
grunn í samtímanum. En að öðru leyti hlaut þessi íslenska endur-
reisn að verða takmarkaðri. Á íslandj voru engar minjar frá forn-