Saga - 2002, Síða 220
218
EINAR MÁR JÓNSSON
norrænum tíma, engar rústir af húsum og hofum, engir útskomir
skálaveggir eða reflar með myndum úr sögnum, og sáralitlar ann-
ars staðar. Því voru ekki nein skilyrði fyrir einhvers konar endur-
reisn í sjónarheimi eins og þá sem hafði skipað svo stóran sess er-
lendis mörgum öldum áður og æ síðan. Þannig var stór munur á
viðleitni rómantísku skáldanna á Islandi og hinni „gotnesku end-
urreisn" á svipuðum tíma á Englandi. Auk þess eru íslenskar mið-
aldabókmenntir að langmestu leyti nafnlausar, og hvort sem þær
eru það eða ekki, hverfa höfundar þeirra jafnan bak við hlutlaus-
an stíl og sjónarhorn verkanna. Á yfirborðinu a.m.k. fjalla þær um
atburði og einnig um meira eða minna dulbúnar tilfinningar, en
ekki um hugmyndir. Rómantísku skáldin gátu því ekki kynnst
höfundunum „persónulega", verið í samneyti við þá í einhverju
fornlegu umhverfi og átt þar í vitsmunalegum rökræðum og
skoðanaskiptum. Þau gátu ekki umgengist þá á svipaðan hátt og
t.d. heimspekingurinn Montaigne sem umgekkst í sífellu forna
hugsuði og fékk þar efnivið í huganir sínar.
Þessi íslenska endurreisn byggðist því á orðinu einu, orði sem
ekki þurfti beinlínis að endurlífga og hafði mikinn stuðning af lif-
andi hefð, þrátt fyrir skæting rómantísku skáldanna út í rímumar,
en lítinn stuðning af öðm. Og í þeim heimi þar sem orðið átti að
hljóma var þegar mikið fyrir af orðum, fomum og nýjum. Islensku
skáldin kunnu að sjálfsögðu latínu til hlítar, þau gátu jafnvel ort
ljóð á því máli, eins og Benedikt Gröndal gerði, og í þeirri hefð
stóðu þau jafnfætis erlendum skáldum. Síðan urðu á vegi þeirra
samtímabókmenntir, sem áttu reyndar líka fomar rætur, en þær
gerðu annars konar kröfur. Við þessar aðstæður þurftu róman-
tísku skáldin að hasla sér völl.
Rit Sveins Yngva fjallar um það, hvemig þeim tókst það, og á
því sýnir hann margvíslegar hliðar. Meginþátturinn í þessari ís-
lensku endurreisn er upprisa fornnorræns ljóðmáls snemma á 19.
öld, og að því leyti er Jónas Hallgrímsson lykilmaðurinn: honum
tókst að endurvekja ljóðmál eddukvæðanna í verkum sem em í
fullu samræmi við sinn tíma, jafnvel í þýðingum á verkum er-
lendra skálda, t.d. Schillers, og sýna þannig svo ekki varð um
villst, hvernig hægt var að láta tímana mætast og auðga annan
með hinum. Til þess þurfti hann vitanlega að lifa sig inn í heim
þessara kvæða meira en nokkur annar hafði sennilega gert í marg-
ar aldir. En margir fóru síðan í hans fótspor, eins og fram kemur í