Saga - 2002, Page 221
SKAMMHLAUP
219
ritinu. Þar sem rómantísku skáldin íslensku gátu ekki stutt sig við
neina innlenda heimspekihefð leituðu þau einna mest í smiðju til
Herders og ýmissa annarra þýskra hugsuða til að leggja einhvern
fræðilegan grunn að verkum sínum. I því sambandi er athyglis-
vert að lesa það sem Sveinn Yngvi segir um áhrif Hegels á fagur-
fræði Gríms Thomsens og þó einkum það hvemig Grímur verður
að rísa gegn þessum meistara sínum til að finna beina leið aftur til
norrænna miðaldabókmennta.
Ibsen og Grímur hjá Dofra
Þetta má þó teljast jaðarfyrirbæri, dæmi Jónasar sýndi þegar að
þessi íslenska endurreisn þurfti ekki að styðja sig við neitt heim-
spekikerfi. En hegelskar sálarkreppur Gríms Thomsens eru eigi að
síður harla mikilvægar, því upp úr þeim jarðvegi spratt að lokum
verk, sem menn hafa vanrækt undarlega mikið, en það eru „Rím-
ur af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur". Kaflinn um það verk
er einn athyglisverðasti hlutinn af riti Sveins Yngva, enda finnst
honum greinilega tími til kominn að draga það fram úr gleymsk-
unni. Hann veltir þó ekki fyrir sér hvers vegna þessum kvæða-
bálki skuli hafa verið veitt svo lítil athygli, en ástæðan er kannske
sú að verkið tilheyrir í rauninni andlegri veröld íslands og Evrópu
upp úr 1870, en kom ekki út fyrr en 1906, eftir dauða skáldsins,
þegar tímarnir voru gerbreyttir, bergmálið af uppreisn gegn hefð-
inni þegar komið til íslands og minni forsendur en áður til að
skilja hugmyndir þess. En í raun og veru er kvæðabálkurinn hinn
merkasti og varpar harla skæru ljósi á þetta íslenska skammhlaup
19. aldar og ýmsar hliðar þess.
Yrkisefnið sækir Grímur Thomsen í stuttan þátt í Kjalnesinga
sögu, um ferð Búa Andríðssonar frá Kjalarnesi til Dofra konungs
í Dofrafjalli og ástir hans og Fríðar dóttur konungs. Lesandanum er
strax kynnt þessi foma saga, en um leið verður hann glögglega var
við sérstaka vídd sem fylgir þessu íslenska skammhlaupi. Segja
má, að það hafi leitt af endurvakningu klassískrar latneskrar bók-
menntahefðar, og þá ekki síst, þegar reynt var að hverfa aftur til
stíls og ljóðmáls Cicerós og Virgils, að nýlatneskum bókmenntum
hætti til að vera alvarlegar og hátíðlegar, það er jafnvel eins og
málið beini mönnum í þá átt (skáldskapur á miðaldalatínu gat
verið með öðrum hætti). En þar sem tungumálshefðin sjálf hafði