Saga - 2002, Page 222
220
EINAR MÁR JÓNSSON
aldrei slitnað á íslandi, gefur samruni skáldamáls frá ýmsum tím-
um tækifæri til sérstakrar íroníu, og beitir Grímur henni gjarnan,
eins og fjölmörg önnur skáld á 19. og 20. öld (einn hápunkturinn
í því er að sjálfsögðu „Gerpla"). Sjálft heitið er þegar háð, því
kvæðabálkurinn er ekki á nokkum hátt „ríma" í hefðbundnum
skilningi (þ.e.a.s. innan þeirrar hefðar sem Jónas Hallgrímsson
hafði ráðist svo harkalega á), og síðan á skáldið til að snúa út úr
því forna skáldamáli sem það beitir, nota gamlar klisjur til að segja
eitthvað allt annað en þær sögðu venjulega. Inn í fornan kvæðastíl
fléttar hann talmálssetningum úr samtímanum („Eitthvað hefur
alinin kostað / elskan mín af þessum dúki"). Til þess að hnykkja
enn betur á þessu notar Grímur stundum óvænt og jafnvel alloft
„vitlaust" rím, lætur t.d ríma saman „glens er" og „Spencer". Eins
og Sveinn Yngvi bendir á, blandar hann þannig saman íslenskri
ljóðhefð, og áhrifum frá meistara íróníunnar á 19. öld, Byron
lávarði, en á mjög frumlegan hátt. Með sjálfa söguna fer hann
frjálslega, hann bætir t.d. inn í hana tilvísunum í önnur fornrit og
hann breytir algerlega endinum.
En hver er svo tilgangurinn með þessu öllu saman? Sveinn
Yngvi leiðir nú í ljós að þessar „Rímur" eru í raun og veru „svar"
Gríms Thomsens við Pétri Gaut eftir Ibsen. í þessu fræga verki
þvælist söguhetjan inn í höll Dofra konungs, fær þar að lokum
háðulega útreið og hrökklast burtu, og þannig verða ástir hetjunn-
ar og „hinnar grænklæddu", dóttur Dofra, endasleppar, þótt þær
beri heldur ömurlegan ávöxt síðar. Þegar litið er á æfintýri Búa á
sömu slóðum, eru þau nánast eins og umsnúningur á hrakförum
Péturs, lið fyrir lið, eða „mótlestur", eins og Sveinn Yngvi orðar
það: allt sem var neikvætt verður hér jákvætt. En þetta er ekki
leikur, heldur er Grímur Thomsen hér að mótmæla boðskap
norska skáldsins. í Pétri Gaut notaði Ibsen veröld norskra æfintýra
til að gera árás á þjóðernislega rómantík og fornar hefðir, og hafn-
aði því jafnframt að þær gætu haft nokkurt gildi fyrir nútímann.
Þetta mál er reyndar flóknara en það gæti litið út í fljótu bragði,
því afstaða Ibsens stafaði upphaflega af beiskju hans út af hug-
leysi Norðmanna (og Svía), þegar Prússar réðust á Dani árið 1864:
hann áleit að með því að koma Dönum ekki til hjálpar, hefðu þeir
sýnt að þjóðernisrómantík og skandínavismi (sem hann hafði
sjálfur aðhyllst fram að því) hefðu aldrei verið annað en innantóm
orð, og Norðmenn samtímans ættlerar, sem hefðu engan rétt á að